Goðasteinn - 01.06.1977, Page 85
Skarphéðinn Gislason á Vagnsstödum:
Sjóslysin 1873
Að kvöldi þess 7. mars 1873 varð eitt af stórkostlegustu sjó-
slysum við strönd Austur-Skaftafellssýslu, er um getur. Þá var
talið, að 4 eða 5 frönsk fiskiskip hefðu verið stödd við handfæra-
drátt við Hrollaugseyjar í góðu veðri. Sem hendi væri veifað, um
kl. 6, brast á ógurlegt stórviðri af hásuðri að vitni margra gamalla
manna, sem mundu veðrið og fleiri atburði vel. Sagt var, að
skipstjórarnir hefðu sett stefnu og segl á skipunum þannig, að
þeir ætluðu þeim vel frítt sunnan við Stokksnes, sunnan við
Hornið austan við Hornafjörð.
Það var sagt, að einn skipstjórinn hefði farið af vakt um kvöld-
ið og látið stýrimann sinn taka við stýr.i og stjórn á skipinu og
beðið hann að halda þessa stefnu og halda þessum seglum, ætti
skipið þá að sleppa vel frítt sunnan við Stokksnes. Um miðnætti,
kl. 12, vaknaði skipstjóri við það, að skipið er strandað rétt
vestan við Stokksnesið, og sögðu margir, að allir mennirnir af því
skipi hefðu bjargast, en þó sögðu einhverjir, að einn eða tveir
hefðu drukknað við að komast úr skipi upp á land.
Það mun láta nærri, að 60 km bein lína sé frá Hrollaugseyjum
að Stokksnesi, og hefur þessi skúta því skriðið liðugt eða nærri
10 km á klukkustund.
Það var sagt, að þegar einn af skipsmönnum þessum kom upp
á þilfar, að þá hefði ein tunna komið í hendingskasti á hann
og lent með löggina rétt efst á kálfanum og losað hann að nokkru
niður eftir fótleggnum. Um morguninn kom maðurinn heim að
Horni með skipsfélögum sínum, og hafði verið vafið seglræmu
um kálfann að leggnum. Maður þessi og annar lágu í sárum á
Goðasteinn
83