Goðasteinn - 01.06.1977, Page 88
Kristjá?i frá Djúpalœk:
Skupla
Frásögn Stefáns Benediktssonar frá Skaftafeili í Öræfum.
Elliheimilinu Hveragerði ’54.
Skupla var ættardraugur í Suðursveit Austur- Skaft., mögnuð
og langlíf. Um upphaf hennar segir Guðmundur frá Hoffelli svo,
í Skaftfellskum þjóðsögum, að Þorsteinn hafi bóndi heitið í Borg-
arhöfn í Suðursveit. Hafi komið þar maður með skreiðarlest og
fylgdi honum stelpa ófyrirleitin. Þorsteinn falaði skreið af aðkomu-
manni, en hann neitaði að selja. Aftur á móti kvaðst hann skyldu
gefa bónda skreiðina, ef hann tæki v.ið stelpunni, og keyptu þeir
því.
Síðan heldur Stefán áfram sögunni og ber þeim Guðmundi
saman að mestu:
Það var einhverju sinni að Þorsteinn fór í kolaskóg og hafði með
sér stelpuna, sem hét Sigríður, enda réðu engir við hana aðrir,
vegna ærsla hennar og hrekkjabragða. Nú þegar bóndi hafði lokið
viðarhöggi og kolabrennslu, sofnaði hann stundarkorn og lagði
frá sér fætur og handleggi, og sneru upp lófarnir. Þarna sá stelpa
sér leik á borði til glettings og hægði sér í lófa húsbónda síns.
Skömmu síðar vaknar bóndi og strauk af andliti sínu svefnhöfg-
ina, og einmitt með þeirri hendinni, sem síður skyldi, en er hann
varð var við þenna ósmekklega hrekk, reiddist hann ákaflega,
sveif á stelpuna, og sneri hana úr hálsliðnum. Þó náði hún að
heitast við hann áður en hún geispaði golunni, og kvaðst skyldi
fylgja honum og ætt hans í níunda lið og hefna sín sem hún mætti.
Varð hún hinn versti draugur, gekk ljósum logum undan Þor-
steini, og hafði í frammi alls konar hrekki og illvíg skammarstrik.
86
Goðasteinn