Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 89
Helst þótti það friða hana að skammta henni mat með öðru
fólki, og var það jafnan gert. Ef útaf því brá, reið hún görðum
og grindum.
Af Skuplu eru margar gamlar sagnir, þó flestar séu gleymdar,
og verða ekki rifjaðar upp hér, en Stefán varð hennar nokkrum
sinnum var, er hann var drengur á Sléttaleiti. Eitt sinn var hann
sendur að gefa hrossum, að morgni dags, þau vóru í kofa skammt
frá bænum. Er hann opnaði hesthúshurðina, skaust Skupla út um
gættina fram hjá honum og skældi sig uppá hann. Hún kom
honum svo fyrir sjónir, að kroppurinn var hrörlegur og rír, hvít
skupla huldi andlitið, og virtist höfuðið skakkt á herðunum, hún
var mjög lágvaxin, enda þá gengin upp að knjám af löngum erli.
Þenna dag kom maður að Sléttaleiti, af ætt þeirri, sem Skupla
var talin fylgja.
Eftir að Stefán kom í Öræfin kynntist hann gamalli konu, sem
Guðrún hét. Hún var svo skyggn, að hún sá jafnt í jörð og á.
Sá hún oft Skuplu á sínum yngri árum og bar saman lýsingin.
Einhverju sinni var Guðrún til lækninga hjá Eyjólfi hómópata á
Reynivöllum, þetta var um vetur og snjór á jörðu. Einn dag sér
Guðrún hvar Skupla kemur kjagandi eftir fannbreiðunni og lá í
annað slagið. Tvisvar sá hún að Skupla hnaut við fót. Skömmu
síðar kom maður af ættinni, sömu leið, og hneppti hann við, ná-
kvæmlega á sömu stöðum og fylgjan.
Jón, uppnefndur Prósi, var kallaður áttundi maður frá Þorsteini,
sem Skupla hést við. Með börnum Jóns ætti hún að hafa liðið undir
lok, og mun svo vera. Jón fór ti! Ameríku.
Goðasteinn
87