Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 90
Guðrún frá Bakka
Guðrún Jónsdóttir frá Bakka í Landeyjum, húsfreyja í Hrífu-
nesi í Skaftártungu, var atkvæðakona að gáfum og dugnaði. Faðir
hennar, Jón Árnason á Bakka, var formaður í Landeyjasandi.
Einhvern tíma var Guðrún í sandi og „vildi láta föður sinn lofa
manni að róa hjá sér en hafði fullráðið.“ Rann Guðrúnu þá svo
í skap, að hún rauk í föður sinn og skcllti honum í sandinn. Um
það var þessi vísa ort:
Gunna á Bakka, hraust það hold,
henni bregð ég viður,
eins og rakka fleygði á fold
föður sínum niður.
Guðrún átti sér merkilega sögu, sem hér verður elcki skráð.
Bróðir hennar var Loftur mormóni, sem fluttist vestur til Utah.
Áhrif frá honum munu hafa leitt Guðrúnu til þeirrar ráðabreytni
að flytjast vestur til Ameríku og gerast mormóni. Varð skilnaður
með henni og manni hennar, Einari Bjarnasyni í Hrífunesi, 1874.
í bréfasafni Páls Sigurðssonar alþingismanns í Árkvörn er varð-
veitt bréf frá Guðrúnu, en vinfengi var með Páli og Bakkafólki,
svo sem bréf Lofts Jónssonar m. a. vitna um. Ljósmynd af Lofti er
varðveitt í byggðasafninu í Skógum, komin þangað frá Páli Sig-
urðssyni yngra, frá Árkvörn. Bréf Guðrúnar til Páls er á þessa leið:
Hrífunesi, 2. Mars, 1871. Góði vin. Bréfið, sem Loptur bróðir
skrifaði Ragnhildi í Garðakoti, sendi hún mér, hvar í stóð, að
hann beiddi okkur um fæðingardag og dauðadag afa og ömmu
okkar, en þessvegna hef ég skrifað þér um seint, að ég hef verið
að grennslast eftir að ná því en hef elcki getað, því kirkjubækur eru
allar glataðar bæði hér og í Mýrdalnum yfir þaug ár.
88
Goðasteinn