Goðasteinn - 01.06.1977, Page 91
Mikið þyki mér það slæmt að heyra, að allir séu að streyma
til Ameríku, en ég skuli ekki geta látið drenginn minn fara og
langar mig það þó mikið og eins drenginn, en það er ekki hægt,
þegar maðurinn minn er svo mótfallinn því, og iðrar mig eptir
að ég var svo vogunarlítil, að skreppa ekki út eptir til þín í haust,
þegar ég var á ferðinni, sem mig langaði þó mikið, en það er ekki
víst, að ég hafi mátt eða getað farið lengra. Fá orð taka minnsta
ábyrgð.
Að svo mæltu fel ég þig og alla þér ástfóigna í vald hins æðsta.
Þín fornvinkona,
Guðrún Jónsdóttir.
Hcimilciin um vísuna er úr handritum Jóns Guðmundssonar á
Ægisíðu. Drengur Guðrúnar, sem hún minnist á, er án efa Gísli,
sem fluttist vestur til Utah og varð þar vel metinn borgari.
Goðasteinn
89