Goðasteinn - 01.06.1977, Page 93
Vísurnar urðu til, er gamli bærinn í Bjálmholti var lagður að velli.
Ingibjörg Sigurðardóttir, systir höfundar, hefur samið lag við þær.
Staka
Lengi man ég lítinn faðm,
ljúfast bros og fasið.
Auðan lít ég blómabaðm,
brotið stundagiasið-
V etrarkvöld
Vetrarkvöld með vald í djúpri kyrrð, -
víxlablcð og stefna inni byrgð,
dægurþras og dómskjöl eru gleymd,
draumskyld þrá til Ijóssins ein er geymd.
Stöðvast sjón við stjörnuljósin kvik,
stafar niður mánans geislablik,
dansa norðurljós í litafjöld.
Lofar drottin alheims þvílíkt kvöld.
Ljóssins álfar leika um gljáskyggð sveli,
lyfta vængjum yfir hæstu fell,
silfurstjörnum sá um fanna slóð,
svífa í lofti hugljúf drauma ljóð.
Uti á hjarni álfum nætur nær,
einn á göngu, öðrum mönnum fjær,
hérna er létt, þó löng sé gangan mín.
Lýsir veginn himnesk dýrðarsýn.
Goðasteinn
91