Goðasteinn - 01.06.1977, Side 95
í Seldal í Geirlandsheiði eru mjög fornar húsarústir, sem sýna
glöggt að þar hafa verið byggingar.
í Fífugili var haft í seli milli 1840 og 50. Miklar líkur eru til að
þar og í Katrínarseli hafi um langan aldur verið aðalselstöðvar frá
Geirlandi. Þar eru víða fornar tóttir og rækt í jörð. Um 1840 var
selið þarna í fjárhúsum eins og víðar, þar sem síðast var verið til
selja. Þegar tún höfðu verið slegin og aðrar engjar neðan heiðar,
var búsmali fluttur í heimahaga.
í Garnagili var í fyrstu sel frá Breiðabólsstað en seinna og senni-
lega um langan tíma föst búseta. Þar er búið 1783 en síðan ekki.
Enn er rækt í túninu næst tóttum bæjarins og enn heitir það Garna-
g.ilstún. Um nafnið á gilinu er sú sögn að mannýgt naut hafi þar
orðið smalastúlku frá selinu að bana og tætt sundur. Fannst það
síðar í gilinu með garnir stúlkunnar á hornum sér. Líklegra finnst
mér þó að landslagið hafi þarna ráðið nafngift.
f gilinu voru umtalsverðar slægjur. Lágu teigarnir út frá því í ýms-
ar áttir og máttu heita garnir. Þykir mér líklegt að af því sé nafn
gilsins dregið. Kynni sögnin um smalastúlkuna eigi að síður að vera
byggð á staðreyndum.
í byrjun 19. aldar eru bræður tveir búandi á Geirlandi, duglegir
menn og framsæknir. Þeim sýndist með réttu land í Garnagili mik-
illa kosta og hugðust koma þar upp húsum fyrir fénað sinn- Slægjur
eru nærtækar og auðvelt að flytja heyið til húsa. Fóru þeir að undir-
búa bvggingar á staðnum og byrjuðu á því að rífa gömul mannvirki.
Ekki er þó hægt að sjá að á þeim tíma eða síðar hafi risið þarna
neinar byggingar. Konur bræðranna voru systur frá Geirlandi. Þá
bar það til að aðra systurina dreymdi að til hennar kom kona í mjög
reiðum hug og sagði að þeir bræðurnir væru búnir að gera sér mikið
illt með þessu rifrildi í Garnagili. Þeim skuli á einhvern hátt hefnast
fyrir það og muni það bitna á afkomendum þeirra, því sjálfir séu
þeir þannig gerðir að hún geti ekki unnið þeim mein.
í Staðarselsfelli var sel frá Kirkjubæjarklaustri. í Blöndu, riti
Sögufélagsins, 2. bindi, segir: ,,í Geirlandi á Síðu er Kirkjubæjar-
klausturs sel og hefur verið um langan aldur. Menn segja að fyrir
selstöðuna hafi Geirslandsábúendum goldið verið gamalt naut,
skyrtunna, hálfvættar ostur, smjörhálftunna. Aðrir segja tvævett
Goðasteinn
93