Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 103
Þórður Tómasson:
Skyggnst um bekki í byggðasafni
XXVIII
Gripir verndar og heilla
1 litlu sýningarpúlti Skógasafns eru varðveittir nokkrir munir, sem
voru þeirri náttúru gæddir að vera fólki til verndar og heilla á veg-
ferðinni, arfur frá þeim tíma, er menn trúðu á stokka og steina. Einn
og einn gagnlegur hversdagshlutur átti þennan mátt í aukagetu.
Þessi ævaforna trú á dauða hluti átti sér hæli hvarvetna í byggðum
landsins og er ekki enn með öllu útdauð, þótt flestir firrist nú forn
minni. Nokkra stoð átti hún í gömlum hindurvitnaskrám, sem gengu
í afritum frá manni til manns og enn hittast á stöku stað utan safna.
Allt eru þetta víst angar af því, sem nefnt er hjátrú. En hver er
annars svo vís að hann geti greint rétt mörkin milli trúar og hjátrú-
ar? Heimildir um verndargripi og heillagripi er víða að finna í bók-
um en enginn hefur skrifað um efnið í heild, enda mörg föng til þess
aðeins geymd í minni manna og þó mun fleiri komin undir torfuna.
Hcr verður greint nokkuð frá eign Skógasafns á þessu sviði og þó
komið víðar við.
Lukkupenmgur er ákveðinn peningur, sem áskotnast hefur með
óvenjulegum hætti og maður lætur síðan aldrei frá sér fara, í þeirri
trú að hann auki fésceld. Faðir minn, Tómas Þórðarson (1886-
1976), átti um mörg ár í buddu sinni krónupening, sem hann fann
á stórum mósteini í Prestslág í Varmahlíðarbrekkum. Sigurður Eyj-
ólfsson bóndi á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum (d. 1934) fann
fornan skilding, er hann tók gröf í Holtskirkjugarði um 1885. Þann
skilding geymdi hann síðan í buddu sinni til æviloka og sonur hans,
Sigurbjörn bóndi á Syðstu-Grund, tók hann í arf og geymdi vel.
Saman gat farið í þessari féheill umbúðir og innihald. Einstaka
Goðasteinn
101