Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 13
11
TVÍBURASYSTURNAR
SEM
BJUGGU TIL
SITT
EIGIÐ MÁL
Dianc O' Brien
Srvtt úr Familv Hc.tlth Toiiavs Health
ístað þess að læra að tala móðurmál sitt, ensku, bjuggu
tvíburasysturnar Gracy og Ginni til sitt eigið tungumál,
sem enginn skildi nema þær sjálfar. Nú eru sérfræðingar
að reyna að Ijúka upp dyrunum að leyniheimiþeirra.
ÞETTAEREINSogað
hlusta á fuglatíst.
„Kabengó padem manl-
badu pítu,” segir Gracy.
„Doan ní bada tengk-
*
*
*
*
*****
*
*
*
é
matt,” svarar Ginny.
Eins og vanalega er það Gracy, sem
stjórnar. Hún er fimm mínútum eldri
en tvíburastytir hennar, og hefur
verið ríkjandi aðilinn þau átta ár, sem
liðin em frá fæðingu þeirra.
,,Pótó,” segir Ginny. „Pinitt.”
,,Pinitt?” spyr Gracy.
,,Jah,” svararGinny.
Tungumálið, sem Grace og
Virginia Kennedy nota er einstætt.
Enginn annar talar það, né skilur það
til fulls. Málvísindamenn og tal-
læknar við Tal- heyrnar- og tauga-
skynjunarmiðstöðina, sem er deild af
barnaspítala og heilsugæslustöð San
Diego í Kaliforníu, hafa nú meira en
ár verið að reyna að finna lykilinn að'
þessum leyniheimi Gracy og Ginny.