Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 99
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA
97
gengið var fram hjá við nokkrar utan-
landsferðir urðu svo stífir, að þeir
gátu ekki dansað.
En það var fleira, sem til koma. Ég
vissi að ég myndi aldrei geta náð svo
langt sem raunveruleg geta mín
leyfði ef ég fengi ekki hin örfandi
kynni sem fðlust I heiminum handan
járntjaldsins. Árið 1966 hafði ég
öðlast nægilegt vald á líkama mínum
og sviðsframkomu til þess að geta
túlkað tilfínningar mínar að vissu
marki. En að undanskildum fáeinum
þöglum hetjum, sem létu það yfir sig
ganga að bestu verk þeirra væm
eyðilögð, var enginn að skapa neitt
nýtt í sovéskum ballett — einfaldlega
af því engum var leyft það. Hver
vestræni danshópurinn eftir annan
sýndi að klassískur ballett bjó yfír
tjáningargetu, dýpt og afli til þess að
snerta áhorfendurna, þegar
listamennirnir túlkuðu það sem þeir
skynjuðu í raun og vem. En við
þjónuðum pólitískri línu sem hafnaði
einmitt hugmyndinni um persónu-
lega tjáningu, kerfi, sem til þess er
skapað að drepa sanna list.
Þörfin til tjáningar jókst á sama
hátt og þörf mín til þess eins að dansa
hafði áður gert. En við því var ekkert
að gera, bara að bæla hana niður. Eg
unni því enn að dansa, sérstaklega ný
hlutverk. Ég hélt mér saman og gerði
málamiðlanir. En ballettinn var mér
ekki lengur lífsstilgangur í sjálfu sér.
Nú vissi ég sannleikann. Og ég vissi
hvað ég myndi einhvern tíma neyðast
til að gera.
Bjarta meyjan
1 ágúst 1968 var mér boðið að sýna
í hinum glæsilega Súlnasal t Moskvu.
Eitt kvöldið var ég lítillega seinn til að
hita upp, og kom þjótandi upp hvíta
stigann. Gamall vinur minn, sem
orðinn var listfræðilegur fram-
kvæmdastjóri ballettsins í Perm, sem
er borg í Úral, stóð uppi á stiga-
skörinni. Hjá honum var dansmær,
sem leit út eins og táningur, en samt
fylgdi henni svalt öryggi þess, sem
veit að hann er mikilvægur. Vinur
minn kynnti hana sem nýbakaðan
sigurvegara og gullverðlaunahafa af
keppni í Varna 1 Búlgaríu.
Gullverðlaun innan Sovétríkjanna
eru alltaf ákveðin fyrirfram, og
ævinlega veitt nýjum stjörnum mikil-
vægra leikhúsa. Það þurfti fágæta
hæfileika til að vinna til verðlauna
einhvers staðar utan við Moskvu eða
Leníngrað. Og að koma frá Úral, án
þess að eiga sér langan pólitískan
aðdragana, og vinna til verðlauna, var
frábært afrek.
Þetta var hún Galína litla
Ragosína, Galja. Andlit hennar var
eins fagurt og Björtu meyjarinnar
(rússneskt balletthlutverk, sem túlkar
fegurð og dyggð). Það glóði á gullið
hárið. Ég fór beint inn í búnings-
herbergi til að afstýra því að ég segði
eitthvað kjánalegt.
Næsta kvöld hafði ég upp á henni á
hételinu þar sem flokkurinn hennar
var að halda upp á síðasta kvöld sitt í
Moskvu. Þegar ég kom, sá ég tár
standa í augum hennar. Ásamt