Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 64

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 64
62 URVAL mér kalt vatn milli skinns og hörunds í dag: „Er ég vilt?” Þessi spurning átti eftir að vera mér áleitin næstu mánuði. Um sólarlag bjóst ég tii næturinnar við stíginn og reiknaði út hve langt ég hefði farið: Rúma 30 km. Hve langt var eftir? Ég hefti úlf- aldana og kom þeim á beit, kveikti mér bál og um nóttina ýmist blundaði ég eða kveið því að finna úlfaldana mína aldrei framar. Þegar ég vaknaði loks alveg lágu þeir hjá farangrinum og Diggity hraut værðarlega undir teppinu hjá mér. 4. dagur. Vinir mínir í Areyonga vöruðu mig við leiðinni, sem ég ætlaði að fara yfir fjöllin. Þetta var gömui leið, sögðu þeir, hafði ekki verið notuð í mörg ár. Það voru engar ýkjur. Eftir rúma 20 kílómetra hvarf slóðin gersamlega, og ég svitnaði marga klukkutíma yfir kortum og kompás. Samt náðum við til Tempe Downs á þremur dögum. Þar fyllti ég vatns- belgina mína og tók stefnuna á Ayers Rock, 240 km í suðvestri. Við vorum komin út á sandhóla- land, endalausa víðáttu af rauðleitum sandi sem teygðist kílómetra eftir kílómetra. Flugur sóttu að okkur í milljónatali, og þegar dimma tók höfðu þær vaktaskipti og moskító- flugurnar tóku við. En landið sjálft var ólýsanlega stórbrotið. Hár lundur af eyðimerkureik ofan í dal milli nakinna sandaldanna andvarpaði, hvíslaði og söng mig í svefn. 21. dagur. í Ayers Rock fann ég, meðal herskara ferðamanna sem fljúga þangað eða aka til þess að sjá þetta náttúruundur, vin frá Alice Springs. Við töluðum — ég talaði — saman í fjóra daga samfleytt, og þegar ég lagði upp á ný leið mér afskaplega vel. Næsti áfanginn, að nýlendunni við Docker River við austurjaðar Gibson eyðimerkurinnar, gekk vel, þangað til við lentum í úrhellisrigningu. Úlfaldafætur eru eins og slétt bíldekk. Þeir eru bókstaflega bjargar- lausir í for. Það er sársaukafullt og erfitt bæði fyrir mann og dýr að teyma þá yfir hálkubletti. Þegar óveðrið stóð sem hæst, kippti Dookie, besti úlfaldinn minn, allt í einu mjög snöggt í múlinn. Mér til skelfingar sá ég að hann var orðinn haltur, líklega var ferðinni þar með lokið. Fjögur næstu kvöld skar ég runna- gróður handa honum, nuddaði á honum bóginn, klappaði honum, kyssti hann, grét yfir honum og bað hann að láta sér batna. Loks komumst við til Docker River. 69. dagur. Þegar Dookie var orðinn ferðafær á ný, héldum við út í Gibsoneyðimörkina. Ekki leið á löngu uns við urðum vör við villi- úlfaldana. Ég minntist viðvömnar- innar, sem ég fékk heima í Alice Springs: ,,Viltir úlfaldatarfar geta hæglega drepið fólk, þegar þeir eru graðir. Þegar þeir hafa ákveðið að fara á kvendýr, hindrar þá ekkert nema byssukúla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.