Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 26
24
URVAL
Það þarf rmkla leikni til að veiða
bjöllubýflugur án þess að skaða þær,
og geta síðan gert þær að heimilis-
dýrum eins og venjulegar hunangs-
flugur.
skordýrunum sínum, að þær voru
sem lifandi.
,,Ég teikna aðeins náttúru-
myndir,” segir Grebennikov. ,,Éger,
ef svo m'á segja, þræll náttúrunnar.
Ég þarf að vera snöggur að gera
frumteikningarnar. Fyrirsæturnar eru
óþolinmóðar, sjálfráðar og hafa enga
löngun til þess að vera kyrrar á meðan
ég teikna.þær.”
Nákvæmar rannsóknir á skordýrum
(þótt hann hafi aldrei stundað
skordýrafræði) vöktu hjá þessum
manni mikinn áhuga á því að vernda
bjöllubýflugnastofninn, sem fer ört
minnkandi sem kunnugt er. Eftir þvi
sem maðurinn plægir upp óræktar-
löndin, heggur niður trén, slær mýra-
grasið og eyðir illgresinu, útrýmir
hann þessum skordýrum. En í
náttúrunni er allt hvað öðru háð: Ef
til dæmis bjöllubýflugunni yrði
útrýmt myndi grasvöxtur strax
minnka.
Grebennikov setti sér djarfhuga
verkefni, sem enginn vísindamaður í
heiminum hefur enn sem komið er
leyst af höndum: Hann ákvað að
reyna að temja bjöllubýfluguna í því
skyni að gera hana að húsdýri líkt og
býfluguna.
Viktor talar um bjöllubýfluguna
eins og hann væri að ræða um vini
sína.
„Snemma vors, þegar kvenflugan
flýgur lágt og leitar að holu í jarðveg-
inum, reyni ég varfærnislega að veiða
hana í kassa með hunangsagni. Þegar
heim er komið, hleypi ég