Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 125
EINVÍGI VIÐ ÚLF
123
nú loksins að hitta skotmarkið
samkvæmt öllum listarinnar reglum:
Ein kúla hitti afturfót úlfsins, sú
næsta hitti hann aftan í sterklegan,
stríðhærðan hnakkann. Úlfurinn féll.
Po-2 rann mjúklega eftir snjónum
og stansaði um 70 metra frá föllnu
dýrinu. Það lá á hliðinni hreyfmgar-
laust. Stór tungan lafði fram úr
kjaftinum.
Úlfurinn var mjög þungur, vó yfir
200 pund, og mennirnir tveir, sem
voru sterkir og í góðu ásigkomulagi,
urðu að taka sér smáhvíld við að
draga hann yfir snjóinn. Júrkin, sem
hafði haldið í afturfæturna á varúlf-
inum, veitti tungu hans athygli.
Honum virtist hún titra líkt og kvika-
silfur. Hann nefndi það ekki við
veiðimanninn. Hann hélt það væri
ímyndun sín.
Þeir luku við að reykja og tóku
síðan úlfinn upp aftur á fótunum.
Þeir hrisstu hræið svolítið til þess að
hagræða tökunum. A sama andartaki
lifnaði varúlfurinn allt í einu við, sleit
sig úr greipum Júrkins, sló
veiðimanninn niður og réðist æðis-
lega á hann með klóm og kjafti,
liggjandi ofan á honum af allri sinni
þyngd. Ósjálfrátt bar Vjatsovoj
hendur fyrir andlitið, en hann gat
ekki náð hnffnum úr beltinu.
Flugmaðurinn var sem þmmu-
lostinn og gat andartak ekki hreyft
sig, líkt og hann væri bundinn á
höndum og fótum. Þá greip hann um
hlaupin á byssunni og lamdi skeftinu
eins og kylfu í hausinn á úlfinum.
Við annað höggið brotnaði skeftið í
smátt, en úlfurinn hélt áfram án
afláts og klóra í hendur og föt
veiðimannsins.
Þá uppgötvaði Júrkin, að hlaupin,
sem hann enn hélt á, vom hiaðin.
Og gikkurinn var óskemmdur. Hann
kraup á kné, bar hlaupin að höfði
úlfsins og þrýsti á báða gikkina í einu.
Hann fékk mikið högg á hægri hand-
legginn, svo hann varð tilfinningar-
laus í bili og byssuhlaupin mnnu
gegn um handarkrika hans og grófust
í snjóinn um fimm metmm fjær.
Flugmaðurinn rannsakaði
Vjatsovoj vandlega. Hann var lifandi
en hræðilega útleikinn. Másandi og
tautandi í sífellu: „varlega, varlega,”
dró Júrkin veiðimanninn að flug-
vélinni og reyndi að koma honum
sem þægilegast fyrir í farangus-
geymslunni. Síðan féll hann aftur á
bak í flugmannssætið og gaf vélinni
inn bensín, en hann hafði skilið hana
eftir í gangi til öryggis í kuldanum.
I Tambof biðu menn þess að flug-
vélin lenti með dauðan úlfinn og
urðu hissa, þegar flugmaðurinn var
ekki fyrr lentur en hann stökk út úr
vélinni, hrópaði á sjúkrabíl og flýtti
sér að opna farangursgeymsluna. I
stað dauðs úlfs lá Vjatsovoj, úlfa-
veiðimaðurinn, nær dauða en lífi í
farangursgeymslunni.
Engu að síður var verkefninu lokið:
Varúlfinum hafði verið útrýmt. Börn
úr grannþorpinu urðu fyrst til þess að
finna stórt hræið af honum. Fyrst í