Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
Þegar dans- og leikgagnrýnandinn Clive Barnes sá Valery Panov í
fyrsta smn, í Kíróf leikhúsinu, sem er hinn danssögulegi hásalur
Sovétríkjanna, var hann óvenjulega djúpt snortinn af frábærum
hæfileikum hans. ,,Hann er einn allra fremsti karl-dansan
heimsins, ” sagði Barnes. ,,Samt kemur hann aldrei fram á
Vesturlöndum.
Astæðan til þess að Panov dansaði ekki vestan járntjaldsins var
atvikaröð, sem gerðist ánð 1959 í heimsókn í til Bandaríkjanna.
En ræturnar stóðu raunverulega dýpra. Panov var fæddur Valery
Shulman árið 1938. Móðir hans var ,,sannur rússi”. Þótt faðir
hans væri á hinn bóginn sanntrúaður kommúnisti var hann
gyðingur; hann varð að láta af starfi sem framkvæmdastjóri ríkis-
fyrirtækis í einni af síðustu herferðum Stalíns gegn gyðingum.
Þegar Valery var tvítugur að aldri gekk hann í ástlaust hjónaband
meðLíju Panðvu, dansfélaga viðMalíóerpu- og ballett leikhúsið,
og tók upp nafn hennar til að losna við þá fjötra sem fylgdu
, ,þjóðfélagslegum uppruna ’ ’ hans.
Næsta ár var hann valinn í sýningahðp sem átti að fara til
Bandaríkjanna. Ferðin var kölluð Rússnesk tónlistar- og danshátíð
og var haldin fyrir heimsókn Krústjoffs til Bandaríkjanna. Það var
i samræmi við viðtekna venju eystra að senda valinn menningar-
hóp vestur fyrír tjald fyrir mikilvæga pólitiska heimsókn, til þess
að mýkja hjörtu gestgjafanna.