Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
segja kósakkann kunningja minn,
sem ég rakst á þegar ég fór til að
renna augum yfír til búðarinnar, sem
ég mátti ekki heimsækja. En enginn
gaf kost á því að fara með mér. Loks
hljóp ég einn og keypti mér skyrtu.
Þegar ég kom til baka, gekk
kósakkinn I veg fyrir mig. Reiði og
sigurhrós spegluðust á andliti hans.
Hann sagði mér með stálröddu,
sem hæfði njósnara stöðnum að verki,
að ég hefði gerst stórlega brotlegur.
„Þetta verður til kynnt réttum yfir-
völdum.”
,,En ég bað meira að segja þig að
koma með mér,” maldaði ég í
móinn. Köld augun komu í veg fyrir
að ég segði fleira. Ég var leiddur bak-
sviðs og skipað að búast til sýningar.
FRÁ NEW YORK héldum við til
Chicago. Það minnsta sem Chicagó-
'menn hefðu getað gert var að saxa
hvern annan niður með vélbyssum,
en það var rétt eftir heppninni okkar
að sjá ekkert, sem svo mikið sem
minnti á glæpamynd, allan þann
hálfa mánuð, sem við vorum þar.
Þarna hélt Vartanjan vodkaveislur
að tjaldabaki fyrir hóp miðaldra
ameríkana. Við fréttum að þeir væru
kommúnistar, unnendur Sovét-
ríkjanna, sem réðu sér ekki fyrir
fögnuði yfir að fá okkur í heimsókn,
listafulltrúa föðurlandsins. Við áttum
bágt með að skilja hvernig við, safna
af allslausum vesalingum í dular-
gerfum, við, sem öll bjuggum í
þröngum íbúðablokkum, gætum
verið þessum mönnum svo mikils-
verð. Þeir komu á hótelin til okkar í
flennistómm lúxusbílum og óku með
okkur heim í stóm, vel búnu sveita-
húsin sín og sögðu okkur frá hinni
raunvemlegu skelfíngu í bandarísku
lífi. Svo komu börn þeirra í sínum
stóm lúxusbílum og fóm með okkur
að heimsækja hvern barinn eftir
annan. Það var aðdáanlegt hvað þetta
fólk gat þrátt fyrir harðréttið.
Næsti viðkomustaður var Los
Angeles. Jafnvel eftir mánaðar dvöl í
Bandaríkjunum gat þessi staður vakið
undmn okkar og aðdáun. Ég reyndi
að hylja aðdáun mína, en þarna
minnti allt á það hvað Sovétríkin vom
langt á eftir. (Raunar var skilningur
ameríkana á Rússlandi jafnvel enn
forsögulegri: Sumir héldu í alvöm að
bjarndýr skálmuðu um göturnar hjá
okkur.)
Engum þótti meira til Hollywood
koma en mér. Ég dvaldi svo
klukkurímum skipti í stóm
hótelsundlauginni eins og ég ætti
hana og leið alveg dásamleg vel.
I San Francisco fór Vartanjan að
gefa mér auga. Svo, eitt kvöldið,
barði hann að dymm hjá mér rétt sem
við vomm að leggja af stað til sýning-
ar. Hann lagði þungan hramminn
um herðar mér. „Slæmar fréttir að
heiman,” sagði hann rámum rómi.
,,Þú verður að snúa heim þegar í stað.
Mjög hryggilegt, er ég hræddur um. ’ ’
,,Mjög hryggilegt” var fast orða-
samband sem þýddi dauðsfall í
fjölskyldunni. Ég gat ekki fengið mig