Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 27
25
MADURINN SEM TAMDIBJÖLLUBÝFLUGUNA
bandingjanum úr búrinu. Skordýrið
byrjar á því að fljúga um öll herbergi í
íbúðinni í leit að útgöngu. En á
borðinu finnur hún undirskál með
hunangi og gnægð af blómum
i umhverfls hana. Hvers vegna ætti
i hún þá að hafa áhyggjur? Eftir
stundarkorn fer hún að þekkja mig,
og þegar líður að hádegisverði flýgur
hún til mín, hvert sem er í íbúðinni,
og eltir mig eins og lítill hundur.
,,Þegar varptíminn kemur fer
kvenflugan að leita að hreiðurstað í
íbúðinni. Hún kannar alla dökka
Bjöllubýflugan hefur langan rana og
er því sem kjörin til að bera frjó
milli hvers konarplantna.
bletti, slökkvara á veggnum, hnappa,
jafnvel eyrað á mér. Að lokum ratar
hún óhjákvæmilega á lítinn kassa
með gati, sem ég hef búið til. Hún
byrjar á að flytja þangað plöntu-
frjóduft til matar, síðan býr hún til
vaxköku, verpir eggjum á hana og býr
til fallegt vaxker — hunangskrukku
— ofan á henni. Bratt koma lirfurnar
til sögunnar, og eftir það elur hún
önn fyrir púpunum, sem breytast í
litlar bjöllubýflugur, vinnudýr.” A
fyrsta bjöllubýfluguverndarsvæði
landsins, sem Grebennikov kom á fót
í Isilkul, kom . hann hreiðrum
skordýrann fyrir niðri í jörðinni og var
aðeins lítið op á þeim upp á yfir-
borðið. Það brást ekki, skordýrin