Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 79

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 79
ALEXANDER, MESTl SIGURVEGARI SÖGUNNAR 77 augabragði, vopn og verjur ryðguðu, leður myglaði á einni nóttu og eitur- snákar voru á hverju strái. Alexander sagði mönnum sínum að hann færi einn, ef nauðsyn krefði. Þeir gætu snúið aftur heim til Makedóníu og sagt frá því að þeir hefðu skilið konung sinn eftir einan meðal óvina. Allir voru hljóðir. Að lokum fann hann leið til að taka orð sín aftur með fullri sæmd: Hann tilkynnti að spámennirnir hefðu komist að því að allir fyrirboðar væru óhagstæðir, og þar sem það væri vilji guðanna myndi hann snúa til baka. En áður en hann fór, lét hann menn sína reisa 12 risastór öltum hvert um sig helgað einum 12 megin- guðum grikkja. Leifar þeirra hljóta að leynast enn þann dag í dag einhvers staðar í norðvestur Indlandi, en þrátt fyrir mikla leit hefur enginn fundið þau enn. En Alexander skiidi margt fleira en þessi ölturu eftir, þegar hann sneri tii baka. Honum hefur ábyggilega aldrei getað dottið í hug, að um margar ókomnar aldir myndu sígildu, grísku leikritin verða leikin meðal hirðingja- flokka I Miðpersíu, að grískar goða- sögur myndu ristar í stein alla leið til Indlands, að austurlenskar mottur og hallir myndu bera merki grískrar skreytilistar — allt vegna ferða hans. Nafn hans, sem asíubúar breyttu fljótlega í Iskander, er enn í dag algengt nafn í Asíu. Fornfræðingar segjast geta rakið ferðir Alexanders svo gott sem skref fyrir skref í rústum austur um alla Asíu, af grískum súlum, leikhúsum og hofum. Hann stofnaði fleiri borgir en nokkur annar þjóðhöfðingi, og margar vom heitnar Alexandría. Alexandría í Egyptalandi varð viti grískrar menningarí miðaustlöndum; meginborg tímabilsins sem kallað hefur veerið Hellenisminn. En allt var þetta í órafjarska framtíðarinnar, þegar Alexander lét undan þvermóðskufullum mönnum sínum árið 326 f. Kr. og sneri aftur vestur á bóginn. Þegar heim kom, biðu hans slæmar fréttir. Hann hafði verið of lengi í burtu. Margir Iands- stjórar og hershöfðingjar, sem hann hafði skilið eftir, höfðu fallið í freistni og orðið spillingu og grimmd að bráð, svo hann sá sér þann kost vænstan að taka þá af lífi. Svo gerði herinn uppreisn. Þar kom þó, að friður komst á að nýju, og Alexander tók að gera djarfar áætlanir um framtíðarævintýri. Hann skipaði svo fyrir að þúsund ný skip skyldu sníðuð í Babýlon og bjóst til að senda stórar herdeildir frá Makedóníu. En eftir mikla svailveislu vorið 323 f. Kr. lagðist Alexander í bólið með hita. Sxðar kom upp kvittur um að honum hafi verið byrlað eitur. En líklegast má þó telja að hann hafi fengið malaríu, ef til vill með lifrar- skaða vegna taumlausrar áfengis- neyslu. Fréttin um að endirinn væri í nánd dreifðist eins og eldur í sinu meðal mannanna, þegar brottsiglingunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.