Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
áður en honum yrði lagt um aldir
alda. Þess vegna gerðist það samtímis
að „sarnum” var hjálpað í yflr-
frakkann og ég var ráðinn sólóisti að
Kirofleikhúsinu.
Skin og skúrir
Fyrsta veturinn minn í þessu
leikhúsi fékk ég þrjú aðalhlutverk og
gerði eina óumflýjanlega uppgötvun:
Ég yrði ekki í bráðina hluti af þeirri
stórkostlegu vél sem framleiddi
sýningar með Kírofeinkennum. Það
var ekki aðeins að mig skorti Kírof-
burði og fágun, heldur var ég að
sumu leyti alger andstæða þeirra. Ég
hafði tilfinningarnar utan á mér,
Kírófarnir voru kaldir og yfirvegaðir.
Ég trúði því að listin kæmi frá innri
sýn, Kírofarnir leituðu hennar í
afrekum meistara genginna kynslóða.
Ég var eins og laus skrúfa í Kírof-
vélinni.
Þótt ég legði harðar að mér en ég
hafði nokkurn tima ímyndað mér að
ég gæti, var ég enn að leita fyrir mér
þegar leiktímabilið 1964-65 hófst.
Stöðugt var verið að hóta því að mér
yrði sagt að fara eitthvað annað. Pjotr
Rachinskí, flokkslegur framkvæmda-
stjóri Kírofs, notaði tækifærið til að
minna mig á hve óstöðugt væri undir
mér, í hvert sinn sem ég spurðist fyrir
um sýningarferð til útlanda. ,,Þú
ættir að vera skríðandi á hnjánum af
þakklæti yfír að fá að vera í Kírof. Ef
þú ferð eitthvað, verður það
örugglega ekki til útlanda.
Stundum varð sársaukinn af því að
fá ekki að fara utan að ómerkilegri
öfund út í bíleigendurna í hópnum.
Meira að segja nokkrir minni háttar
sólóistar voru orðnir bíleigendur, og
þegar ég stóð álengdar eins og tækni-
legt viðundur rökræddu þeir um
blöndunga og vetrarsmurning af
meiri ákefð en nokkur sýndi ballett-
inum. I mínum augum varð meira að
segja stöðugt varahlutahallærið að
ljúfri þjáningu. En eina leiðin til að
afla nauðsynlegra auðæva var að taka
upp brask með nærbuxur eða
Taskéntmottur — eða vinna fyrir
gjaldeyri. Segulband sem ég keypti
fyrir 100 dollara í fríverslun færði mér
1000 rúblur (á þeim tíma jafngildi
1100 dollara) í Leníngrað. Sex þvílík
viðskipti öfluðu mér fjár til að kaupa
bíl.
Ef listamanni steig til höfúðs að
vera valinn í sýningarferð var efnaleg-
ur ávinningur ekki nema einn þáttur
þess. Það var líka svo spennandi að fá
að prófa nokkuð sem öllum öðrum
var bannað. En mestu máli skipti þó,
að utanlandsferð var augljóst
virðingarmerki. Meira að segja fyrir
brottförina baðaði sá heppni sig í
viðurkenningunni og ljómanum. Það
var ekkert, sem jafnaðist á við þetta.
Það getur enginn sá skilið, sem aðeins
hefur átt heima þar sem menn geta
ferðast eftir geðþótta, ef þeir geta
nurlað saman fyrir því.
Hið gagnstæða var aiveg
jafnöruggt. Það var skelfileg svipa að
búa við hættuna á að vera sviptur for-
réttindum. Sumir dansarar, sem