Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 98

Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 98
96 ÚRVAL áður en honum yrði lagt um aldir alda. Þess vegna gerðist það samtímis að „sarnum” var hjálpað í yflr- frakkann og ég var ráðinn sólóisti að Kirofleikhúsinu. Skin og skúrir Fyrsta veturinn minn í þessu leikhúsi fékk ég þrjú aðalhlutverk og gerði eina óumflýjanlega uppgötvun: Ég yrði ekki í bráðina hluti af þeirri stórkostlegu vél sem framleiddi sýningar með Kírofeinkennum. Það var ekki aðeins að mig skorti Kírof- burði og fágun, heldur var ég að sumu leyti alger andstæða þeirra. Ég hafði tilfinningarnar utan á mér, Kírófarnir voru kaldir og yfirvegaðir. Ég trúði því að listin kæmi frá innri sýn, Kírofarnir leituðu hennar í afrekum meistara genginna kynslóða. Ég var eins og laus skrúfa í Kírof- vélinni. Þótt ég legði harðar að mér en ég hafði nokkurn tima ímyndað mér að ég gæti, var ég enn að leita fyrir mér þegar leiktímabilið 1964-65 hófst. Stöðugt var verið að hóta því að mér yrði sagt að fara eitthvað annað. Pjotr Rachinskí, flokkslegur framkvæmda- stjóri Kírofs, notaði tækifærið til að minna mig á hve óstöðugt væri undir mér, í hvert sinn sem ég spurðist fyrir um sýningarferð til útlanda. ,,Þú ættir að vera skríðandi á hnjánum af þakklæti yfír að fá að vera í Kírof. Ef þú ferð eitthvað, verður það örugglega ekki til útlanda. Stundum varð sársaukinn af því að fá ekki að fara utan að ómerkilegri öfund út í bíleigendurna í hópnum. Meira að segja nokkrir minni háttar sólóistar voru orðnir bíleigendur, og þegar ég stóð álengdar eins og tækni- legt viðundur rökræddu þeir um blöndunga og vetrarsmurning af meiri ákefð en nokkur sýndi ballett- inum. I mínum augum varð meira að segja stöðugt varahlutahallærið að ljúfri þjáningu. En eina leiðin til að afla nauðsynlegra auðæva var að taka upp brask með nærbuxur eða Taskéntmottur — eða vinna fyrir gjaldeyri. Segulband sem ég keypti fyrir 100 dollara í fríverslun færði mér 1000 rúblur (á þeim tíma jafngildi 1100 dollara) í Leníngrað. Sex þvílík viðskipti öfluðu mér fjár til að kaupa bíl. Ef listamanni steig til höfúðs að vera valinn í sýningarferð var efnaleg- ur ávinningur ekki nema einn þáttur þess. Það var líka svo spennandi að fá að prófa nokkuð sem öllum öðrum var bannað. En mestu máli skipti þó, að utanlandsferð var augljóst virðingarmerki. Meira að segja fyrir brottförina baðaði sá heppni sig í viðurkenningunni og ljómanum. Það var ekkert, sem jafnaðist á við þetta. Það getur enginn sá skilið, sem aðeins hefur átt heima þar sem menn geta ferðast eftir geðþótta, ef þeir geta nurlað saman fyrir því. Hið gagnstæða var aiveg jafnöruggt. Það var skelfileg svipa að búa við hættuna á að vera sviptur for- réttindum. Sumir dansarar, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.