Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 62
-'icÍK-fölC-íí INHVERS staðar innra
með mér er þráður að
rakna upþ. Þetta er
vp mikilsverður þráður, því
hann heldur örvœnting-
unni í skefjum. Einhvern tíma fyrir
miðnætti hafði ég vaknað og ég veit
ekki hvar ég er eða hver ég er.
mo innra meo mer ntjoma prja
raddir. Sú fyrsta segir: ,,Jæja, vœn.
mín, svo þú hefur þá tapað þér a.
lokum. ” Rödd númer tvö segir
,,Stattu þig, ekki gefast uþp. Þ,
finnur sjálfa þig aftur. ''
Sú þriðja bara œþir.
I dögun vekur Diggity (svo hé
— Stytt úr National Geographic —
Ung kona lagði af stað
með fjóra úlfalda og
hund, 2700 km leið yfir
vesturauðnina hrjóstr-
ugu og þurru í Ástralíu.
Þetta er sagan af ferða-
laginu, byggð á dag-
bókum hennar.
ALEIN Á EYÐISLÓÐ
— Robyn Davidson —
hundurinn) mig. Úlfaldarnir mínir
fjórir standa í hafti skammt frá — það
er léttir að sjá þá. Ósjálfrátt hef ég
morgunverkin — hita te, tek saman
dðtið, legg á úlfaldana — og legg
enn á ný af stað með stefnu í suður.
Þetta er sjötugasti og fyrsti dagur
ferðalagsins. Hægt og hægt vindur
þráðurinn innra með mér sig á ný,
þegar við erum komin afstað. Egveit
núna hver ég er.
FYRIR ÞREMUR ÁRUM; þegar ég
var 25 ára, hætti ég námi við háskðl-
ann í Brisbane í Ástralíu, og flutti til
Alice Springs. Þaðan hugðist ég
leggja upp í ferð til Indlandshafs, um
2700 km leið yfir fallegt en óblítt og
þurrt land. Þetta svæði þekkja engir
nema frumbyggjarnir, fáeinir hvítir
landnemar og þeir tiltölulega mjög
fáu, sem hafa farið þarna um á vél-
knúnum farartækjum.
Það fyrsta, sem ég þurfti að afla
mér, voru úlfaldar. Þessar skepnur,
sem upprunalega voru fluttar hingað
inn frá Indlandi, sönnuðu vel gildi
sitt í auðnunum þangað til vörubílar
komu til skjalanna á þriðja áratugn-
um. Þá var mörgum þeirra sleppt, en
ennþá tíðkast úlfaldarækt í Alice
Springs. Þar lærði ég hjá gamal-
reyndum úlfaldaprangara hvernig
maður á að fóðra þessi dýr, lækna þau
og stjórnaþeim.
Loks lagði ég upp, með stefnu á
vesturströnd Ástralíu, 8. apríl 1977.
Við vorum sex: Ég, hundurinn minn
Diggity, úlfaldageldingarnir Dookie
og Bub, úlfaldakýrin Zeleika og
kálfurinn hennar, Goliath.
1. dagur. Hvað eftir annað rann