Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 97
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA
95
ganga í gegnum. Ég fann hryggilega
hugljómun meira að segja í heimilis-
lífi mínu.
Blöðin hældu mér, en því öflugra
sem hrósið var, þeim mun stærri varð
kökkurinn í hálsi mér.
All nokkru eftir frumsýninguna á
Petrushka kom Rúdolf Nureyef í
heimsókn til Malí. Við höfðum
kynnst lítillega þegar við vorum báðir
við nám í Ballettakademíunni í
Leníngrað. Hann hafði farið beint til
Kírofleikhússins eftir að hann lauk
námi og var ein allra skærasta stjarna
þess. Hann spurði mig hvað
raunverulega hefði komið fyrir mig í
Ameríku og hlustaði með ákefð á
sögu mína. Síðan fór hann í sýningar-
ferð. Skömmu eftir það strauk hann,
er til stóð að senda hann heim frá
París. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir
sovéskan ballett. Leifturárás á
landamærastöð hefði ekki valdið
meiri óreiðu og hræðslu.
En raunverulega gerði Nureyef mér
greiða. Nú vantaði leiðandi karl-
dansara I þó nokkur stykki sem Kirof-
leikhúsið var með, og sólódansar-
arnir, sem reynt var að nota, höfðu
ekki afl Nureyefs í hetjudönsunum.
Þetta varð til þess að leikhúsið
neyddist til að „líta út fyrir veggi
sína” eftir manni í hans stað. Vegna
velgengni minnar í Petrushka var ég
talinn þess verður að vera prófaður.
Og ég skyldi prófast sem Basil í Don
Quixote.
Kírofleikhúsið var uppáhald
flokksúrvalsins. Kvöldið, sem ég átti
Valery og Galja, eftir að hann var
látinn laus úr fangelsi.
að koma fram í fyrsta sinn, var Vasilí
Tolsíkof, fyrsti ritari Kommúnista-
flokksins í Leníngrað, viðstaddur.
Hann stjórnaði Leníngrað eins og hún
væri hans persónulega lén. Fólkið
kallaði hann í hvíslinum „sarinn.”
Og þótt hann væri frægur fyrir að
hafa horn í síðu „menningar,”
hreifst hann af Don Quixote. „Þið
hafið góða stráka hér,” sagði hann í
hléinu og benti á mig með stuttum
og feitum fingri.
Enginn í fylgdarliði hans vogaði að
segja honum að dansarinn, sem hann
hafði valið, væri ekki fastráðinn við
leikhúsið „hans” heldur hefði verið
tekinn þar tinn til stuttrar rannsóknar