Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 47
ER ÞAÐ VIRKILEGT?
45
stóran hund, sem urraði mjög svo
illúðlega.
„Hafðu engar áhyggjur,” sagði
frúin. ,,Bobo bítur aldrei
sómamenn.” í sama bili stökk Bobo
fram og sökkti tönnunum í hægri
kálfa Alsops.
John Sedgwick hershöfðingi mælti
sín síðustu orð í orrustunni í Spot-
sylvaníu í Virgíníu, en sú orrusta var
háð í bandaríska borgarastríðinu, 9-
maí 1864.
,,Fram, fram!” hrópaði
hershöfðinginn ákaftur, þegar menn
hans reyndu að leita sér skjóls fyrir
skothríð óvinanna. ,,Hvað er að
óttast? Þeir myndu ekki einu sinni
hitta fíl á þessu fæ . . . ”
Victorien Sardou, franskt leikrita-
skáld felldi vínglasið sitt í fínu
samkvæmi. Konan, sem hjá honum
sat, stráði salti á blettinn á borð-
dúrknum, og Sardou tók dálítið af
saltinu milli tveggja fíngra og kastaði
því yflr vinstri öxlina, til þess að
vernda sig fyrir illum örlögum. Svo
tókst til, að saltið lenti beint í
augunum á þjóni sem þar stóð, reiðu-
búinn að skammta Sardou af
kjúklingunum.
Þjónninn greip í ofboði um augun
og fatið með veislumatnum dúndraði
í gólfið. Heimilishundurinn réðist á
kjúklingana af svo mikilli græðgi að
maturinn stóð í honum. Sonurinn í
húsinu stökk til og reyndi að ná
beininu upp úr hundinum — með
þeim afleiðingum að hundurinn
beit hann svo illa í fíngur að taka varð
hann af.
Victor Biaka-Boda, sem í 14
mánuði var fúlltrúi fílabeinsstrandar-
innar í franska þinginu, fór 1 janúar
1950 í ferðalag um hin afskekktari
héruð heimalands sxns til þess að ræða
við íbúana þar um sérvandamál
þeirra, þar á meðal fæðuvandamálið.
Hann kom ekki aftur, talið er að
hann hafí verið étinn.
Ungur Formósubúi skrifaði
elskunni sinni um 700 bréf á árunum
1974-76, í því skyni að reyna að fá
hana til að giftast sér. Þrákelkni hans