Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 113
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA
111
sem Barnes skrifaði þar sem hann
skoraði á fólk sem var að undirbúa að
bjóða Kírofballettinum til New York,
meðan „villimannleg” meðferðin á
okkur stóð yfir, að berjast á móti
komu baliettsins og ,,taka afstöðu
með velsæmi og mannúð, „höfðu
líka sín áhrif.
Þó virtist stuðningur okkar enn
meiri í London. í hópi þeirra
þúsunda sviðslistamanna, sem þegar
höfðu sent undirskriftir til Kreml var
fólk eins og Lord Olivier, Paul
Scofield, Peggy Ashcroft, Sir Frederick
Ashton, Marie Rambert — það sem
fréttaskýrandi BBC kallaði „rjómann
af bresku leikhúss- og dansfólki.”
Hagur okkar vænkaðist þó ekki hið
minnsta, en hin mikla vestræna
athygli var skýringin á því af hverju
hann versnaði ekki heldur. Við
gátum beinlínis fundið áhyggjur
KGB yfir þessari öfugþróuðu athygli.
Þeir skóku hnefana, hótuðu að háls-
brjóta mig, bentu mér á hvar þeir
gætu kastað mér undir hjólin á
neðanjarðarlestinni. En þeir sátu á
sér. Til hvers að vera að fóðra vest-
rænu pressuna, úr því við myndum
fljótlega deyja af sjálfsdáðum?
„Panov er svo gott sem dauður,”
heyrði ég einu sinni. „Eftir fáeina
mánuði fer hún sömu leið. ’ ’
Ibúðin okkar varð miðstöð annarra
tilvonandi útflytjenda. Fréttirnar,
sem þeir fluttu, voru næstum alltaf
slæmar: Nýjar handtökur, hótanir
um ofbeldi, enn einum neitað um
fararleyfi, ein enn fjölskyldan aðskilin
með því að föðurnum var gert að fara
innan 48 klukkustunda, en skilja
konu og börn eftir.
Við ræddum þessi mái með
útvarpið stillt á mesta hávaða.
(íbúðin okkar var svo alsett
hljóðnemum, að stundum fór að væla
í einhverjum hljóðnemanum sem
hafði verið settur of nærri þeim
næsta.) Ef málið var sérlega
viðkvæmt, þjöppuðum við okkur
saman í eldhúsinu og skrúfuðum frá
öllum krönum, skrifuðum það sem
við vildum sagt hafa á pappírsmiða,
eða fórum út.
Stundum fannst mér þó ég vera
skuldbundinn KGB mönnunum. Það
var þeim að þakka að ég kynntist
sumu af besta fólki Rússlands — því
ofsótta og því sem veitti andspyrnu.
Mér gafst tími frá æfingasölunum til
að gera það upp við mig hvað
raunverulega skipti máli í þessu lífi.
Ég hafði ekki verið mikið annað en
dansandi drengur sem vildi fá að tjá
sig og taka við fagnaðarlátunum.
KGB gerði mig að eiginmanni sem
fann til ábyrgðar sinnar gagnvart
eiginkonunni.
SNEMMA ÍJÚNÍ 1973 barst okkur
sú orðsending, að við fengjum
fararleyfi ef við sýndum samvinnu
með tveggja mánaða vopnahléi.
Brésnef var að fara í „slökunar- og
viðskipta-” ferð til Bandaríkjanna,
og allir vissu að yfirvöldin óskuðu að
draga úr athyglinni sem beindist að
sovéskri andspyrnu.