Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 3

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 3
( 5. hefti 38. ár Úrval Maí 1979 Margoft var sagt á liðnum vetri, að það væri allt í lagi að hafa stríðan vetur, ef sumarið væri þá gott. Það er eins og fyrri daginn, að kóngur vill sigla, en byr hlýtur ráða: það er eitt að óska sér veðurfars og annað að fá það. Víðast um land var liðinn vetur með þeim erfiðari, sem komið hafa. Þar skiptust á miklir snjóakaflar, kuldaköst og asahláka, þannig að ótrúlegur snjór hvarf á undra skömmum tíma. Samt man ég ekki betur en hafa heyrt að vetur- inn hafi verið í þurrara lagi, minnsta kosti hér syðra, vonandi þurfa náttúru- öflin ekki að bæta sér það upp með því að hella yfir okkur þeim mun blautara sumri. En sumt stendurí valdi okkar mannanna. Til dæmis að velja efni í Urval. Þar gildir þó hið sama og um veðrið, að leitast við að hafa það hvorki of þurrt eða vott. Það er alltaf ánægjulegt að heyra frá þeim, sem líkar ritið vel, og nauðsyn- legt að heyra frá þeim sem líkar það miður. Hitt er svo annað mál, að engin von er til þess að öllum geti lfkað allt efni Úrvals hverju sinni. Ef svo væri, væri Úrval einfaldlega ekki nógu fjölbreytt. Ég verð alltaf harla glaður, þegar ég heyri frá einhverjum sem er jafn óánægður með einhverja tiltekna grein og annar er ánægður, á sama hátt og mér er fögnuður að vera skammaður á víxl fyrir rússadekur og ást á ameríkönum. Það eru svona atiði, sem gefa vísbendingu um að jafnvægið sé í bærilegu lagi. í lok þessara orða vil ég svo biðja lesendur að minnast þess, að auk vís- bendinga frá þeim hef ég aðeins minn eiginn smekk og tilfinningu að styðjast við í efnisvali. Til gamans má bera það saman við sambærileg tímarit í nágrannalöndum okkar, sem hafa minnst tug manna að föstum störfum við lestur og efniskönnun. Miðað við höfðatölu er hlutfallið hjá okkur ekki svo slæmt! Forsíðumynd: Vorið í kroppnum á ungu piltunum okkar brýst gjarnan út í því— að vilja finna kraftinn milli fótanna — og þá er sest upp á mópeð — eða skelli- nöðm eins og sumir kalla þessi litlu mótorhjól ennþá. Auðvitað er þetta gaman, ef aðgátin er nóg og gripurinn gerir manni ekki skráveifur — og falleg geta þau óneitanlega verið sum hver, þessi hjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.