Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 3
(
5. hefti
38. ár
Úrval
Maí
1979
Margoft var sagt á liðnum vetri, að það væri allt í lagi að hafa stríðan vetur, ef
sumarið væri þá gott. Það er eins og fyrri daginn, að kóngur vill sigla, en byr
hlýtur ráða: það er eitt að óska sér veðurfars og annað að fá það.
Víðast um land var liðinn vetur með þeim erfiðari, sem komið hafa. Þar
skiptust á miklir snjóakaflar, kuldaköst og asahláka, þannig að ótrúlegur snjór
hvarf á undra skömmum tíma. Samt man ég ekki betur en hafa heyrt að vetur-
inn hafi verið í þurrara lagi, minnsta kosti hér syðra, vonandi þurfa náttúru-
öflin ekki að bæta sér það upp með því að hella yfir okkur þeim mun blautara
sumri.
En sumt stendurí valdi okkar mannanna. Til dæmis að velja efni í Urval. Þar
gildir þó hið sama og um veðrið, að leitast við að hafa það hvorki of þurrt eða
vott. Það er alltaf ánægjulegt að heyra frá þeim, sem líkar ritið vel, og nauðsyn-
legt að heyra frá þeim sem líkar það miður. Hitt er svo annað mál, að engin
von er til þess að öllum geti lfkað allt efni Úrvals hverju sinni. Ef svo væri, væri
Úrval einfaldlega ekki nógu fjölbreytt. Ég verð alltaf harla glaður, þegar ég
heyri frá einhverjum sem er jafn óánægður með einhverja tiltekna grein og
annar er ánægður, á sama hátt og mér er fögnuður að vera skammaður á víxl
fyrir rússadekur og ást á ameríkönum. Það eru svona atiði, sem gefa
vísbendingu um að jafnvægið sé í bærilegu lagi.
í lok þessara orða vil ég svo biðja lesendur að minnast þess, að auk vís-
bendinga frá þeim hef ég aðeins minn eiginn smekk og tilfinningu að styðjast
við í efnisvali. Til gamans má bera það saman við sambærileg tímarit í
nágrannalöndum okkar, sem hafa minnst tug manna að föstum störfum við
lestur og efniskönnun.
Miðað við höfðatölu er hlutfallið hjá okkur ekki svo slæmt!
Forsíðumynd: Vorið í kroppnum á ungu piltunum okkar brýst gjarnan út í því—
að vilja finna kraftinn milli fótanna — og þá er sest upp á mópeð — eða skelli-
nöðm eins og sumir kalla þessi litlu mótorhjól ennþá. Auðvitað er þetta
gaman, ef aðgátin er nóg og gripurinn gerir manni ekki skráveifur — og falleg
geta þau óneitanlega verið sum hver, þessi hjól.