Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 67

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 67
ALEINÁ EYÐISLÓÐ 65 „Láttu ekki hugfallast, þótt eitthvað gangi úrskeiðis á ferðinni,” sagði vitur vinur eitt sinn við mig. ,,Fáðu þér í svanginn, sestu, og hugsaðu rökrétt.” Svo ég setti pott yfir eld og rifjaði upp fyrir mér aðal- atriði málsins. Ég var órafjarri alfara- leiðum, hafði misst þrjá úlfalda og sá fjórði var meiddur, ég hafði aðeins vatn til sex daga, var aum í mjöðminni; þetta var afleitur staður að dvelja á það sem eftir væri ævinnar. Svo, þegar ég hafði hugsað rökrétt, lét ég hugfallast. Sem betur fer stóð það ekki lengi. Eftir fjóra klukkutíma komu úlfald- arnir aftur í ljós og mér tókst að ná þeim. Ég batt um löppina á Dookie og svo lögðum við af stað. Eg var með sprungnar varir og sólin var að eyða skinninu af nefinu á mér. Ég var svo lífhrædd að næsta morgun vaknaði ég skjálfandi í hnjánum. Var ferðalagið ómaksins vert? Jú, ennþá fannst mér það. 118. dagur. Carnegie nautgripa- ræktarstöðin hinum megin við Gun- barrel hafði verið lögð niður vegna mikilla þurrka, svo ég gat ekki byrgt mig upp þar eins og ég hafði áætlað. Það var ekki um annað að ræða en halda 120 km í norðvestur til að byrgja sig upp í Glenayle stöðinni. Við náðum þangað um síðir, og þá var ekki sjón að sjá mig. Því ég hafði ekki þvegið mér í mánuð, hörund og klæði allt jafnlitt af rauðu ryki. Það fyrsta, sem ég sá, var falleg, miðaldra kona að vökva blómin sín. Þegar ég kom til hennar, brosti hún og lét enga undmn eða hrylling á sér sjá, heldur sagði: ,,En gaman að sjá þig, góða. Komdu nú inn og fáðu þér tebolla. Þannig kynntist ég Eileen og Henry Ward. Þau máttu ekki heyra það nefnt að ég heldi áfram næstu vikuna að minnsta kosti. Þau vom yndisleg og örlát hjón. 129. dagur. Ég fór frá Glenayle með stefnu á Canning Stock leiðina og bmnn númer 9- Framundan var að fylgja Canning 270 km leið. Þetta var land villihundanna, dingóanna, og ég óttaðist mest að Diggity myndi komast í eitraða ætið, sem þarna hafði hvarvetna verið dreift til að halda villihundunum í skefjum. Ég setti múl á hana, en hún vældi og klóraði og var svo óánægð að ég tók hann af aftur. Þetta var erfitt land yfirferðar, svo ég ákvað að á rækilega við bmnn númer 6. Umhverfið var fallegt: Öendanleg pastelblá móða yfir eyði- mörkinni, með hálfmánalaga hæðum og eldrauðum sandöldum svífandi í móðunni. Þarna dvaldi ég þrjá dýrðardaga. Mig langaði ekki að fara þaðan nokkurn tíma. En þriðju nóttina náði Diggity í Dingóbeitu. Ég varð að skjóta hana. Fyrir dögun var ég farin frá þessum stað, sem mér hafði þótt svo fallegur. 137. dagur. Nú komst ekkert að hjá mér annað en að ljúka ferðinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.