Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 16

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL Chris. ,,En við Tom slógum því föscu, að þetta væri bara barnahjal. Við vissum þó, að þær höfðu gefið hvor annarri gælunöfn. Gracy var „Pótó” og Ginny var „Kabengó”. Við gerðum okkur hins vegar enga grein fyrir að hjal þeirra var tjáskipti, að þær skildu hvor aðra. ’ ’ Það var ekki fyrr en telpurnar voru komnar á sjöunda ár, að Chris og Tom leituðu til Tal- heyrnar- og taugaskynjunarmiðstöðvarinnar. Eftir að hafa hlustað á þær um stund og fylgst með atferli þeirra, komust talsérfræðingarnir Alexa Romain og Ann Koeneke að þeirri niðurstö»ðu, að tal þeirra kynni að vera tvíbura- mál, eins og stundum kemur fram þegar tvíburar eða nákomin systkini koma sér upp sínum eigin aðferðum til tjáskipta, en þess háttar er ekki fátítt, þótt þau hafi svo samskipti við annað fólk á móðurmálinu. Málvísindamenn hafa lengi karpað um, hvort orsökin til tvíburamáls sé líffræðileg eða hvort umhverfið hafi þar afgerandi áhrif. Annars vegar er sagt að viðbragðskerfi sumra tvíbura gerir þeim erfiðara en einburum að öðlast málið, en hins vegar að umhverfi þeirra og aðstæður sem tvíbura sé þeim fjötur um fót. Tvíburar eru venjulega meira saman og hafa nánari félagsskap hvor af öðrum heldur en einbura systkini, og draga úr málhvötinni hvor hjá öðrum. Þeir skilja líka hvor annars mál, þótt ófullkomið sé að fullorð- inna dómi, og þess vegna er þeim ekki eins mikil þörf að fullkomna málfar sitt og einburum. Þeir una sér jafnaðarlega vel saman og eru þess vegna ekki eins mikið með fyrir- myndum að betra málfari. Hvað snerti Grace og Virginíu Kennedy settu talsérfræðingarnir sér tvenn markmið: I fyrsta lagi ætluðu þeir að taka mál og hegðun telpnanna upp á mörg myndsegul- bönd og hljóðsegulbönd. I öðru lagi ætluðu þeir að hjálpa telpunum að læra venjulega ensku. Eftir árs starf með þeim hefur þeim tekist að skilja mörg orða þeirra, svo sem að ,,bimba” þýðir húsbíll (á ensku: camper) eða faratæki almenn, ,,dæn” er penni (pen) og „pinit” þýðir búið (fínished). En telpurnar tala svo hátt og mikið, að það tekur ærinn tíma að afrita segulböndin. Fimm mínútna törn hjá þeim getur tekið tvær stundir í afritun. En málvísindamenn telja það ómaksins vert að reyna að finna lykilinn að máli þeirra. Líklegt má telja, að hafist það af, hafí talsérfræð- ingar þar með öðlast bestu fáanlega heimild um tvíburamál. En samtímis þessu hafa telpurnar tekið stórstígum framförum í ensku og eru nú að læra málfræði, setninga- skipan og orðaröð í venjulegum skóla. Þær hafa verið settar í sinn bekkinn hvor til þess að örfa þær til að leika sér og tala við önnur börn. En einmitt það, hve námfúsar þær eru og eiga auðvelt með að læra, gerir myndun einkamáls þeirra ennþá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.