Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
til þess herðilykkjur sem þeir bjuggu
til úr hálsbindi og belti.
En það var enn óljóst hvar flugvélin
var stödd. Samt gerði Kim sér grein
fyrir því að einhvers staðar í sívaxandi
rökkrinu voru herþoturnar enn að
elta skemmda Boeingþotuna. Það var
ekki nema um eitt að ræða: Reyna
nauðlendingu. Hann hóf að fljúga í
víðum hringjum yfir eyðilegu, snævi
þöktu landinu, til að reyna að finna
mögulegan lendingarstað.
Farþegarnir voru í skyndi settir í
björgunarvesti, sagt að fara úr
skónum, hnipra sig saman og festa
sætisbeltin. Seiko Shiozaki lét undan
hvatningu unnusta síns og hóf að
skrifa dagbók, til þess að dreifa
huganum: ,,Vinstri vængbroddur
farinn. Flugvélin flýgur enn. Moto-o
kyssir mig.
Ungur japani var ákveðinn í að
forða andlitinu frá skemmdum, og
vafði öllum þeim fötum um höfúðið,
sem honum voru tiltæk. Tveir breskir
verslunarmenn tókust hátíðlega í
hendur og árnuðu hvor öðrum alls
góðs, um leið og þeir hugguðu hvor
annan með því, að ekkjur þeirra
myndu að minnsta kosti fá verulegar
líftryggingar útborgaðar.
Lin Shing-yueh, listamaður frá
Formósu, minnist þessa atburðar
þannig: ,,Við spurningunni skelfí-
legu: Til hvers get ég notað þann
stutta tíma, sem ég á eftir? —var ekki
nema eitt svar. Rifja upp liðna tíð. Ég
ýtti í skyndi frá mér öllum óþægi-
legum minningum og reyndi af alefli
að minnast aðeins þess sem var best
og fegurst. Hvers vegna hafði ég
aldrei skynjað þessa hluti svona skýrt
fyrr?’’
Þrívegis reyndi Kim að lenda á
ökrum eða á vegum, en í jafn mörg
skipti komu hæðir eða háspennu-
leiðslur í veg fyrir það. Loks kom
hann auga á ísi lagt vatn, umkringt
háum trjám. Myndi ísinn halda 100
tonna Boeingþotunni? Hann varð að
hætta á það.
Lendingin, sem þyrlaði upp
ótrúlegum snjó, var mjúk, þótt
skemmdi vængurinn eyðilegðist loks
algerlega er hann rakst í tré við vatns-
bakkann. Seiko Shiozaki hélt áfram
að skrifa: ,,Lent. Logum (eða
neistum?) bregður fyrir utan við
gluggann. Flugstjórinn kemur inn í
farþegarýmið — og er fagnað með
dynjandi lófataki.”
Þýskur farþegi rýndi út í myrkrið
og sagði svo valdsmannslega: ,,Við
erum í Alaska.” Flugfreyja opnaði
neyðardyr og margir farþeganna
renndu sér niður björgunarrennuna.
Þeir voru fljótir inn aftur, því úti var
nístandi kuldi. Inni var dimmt og
kólnaði fljótt. Læknarnir héldu áfram
að reyna að bjarga Sugano.
Nærri tvær stundir liðu. Til að
byrja með höfðu herþoturnar flogið
yfir þeim. ,,Hvar ætli þær geti verið,
þessar amerísku björgunarsveitir?”
spurði Yu Hae-ja.
Svo fór eitthvað að hreyfast úti á
milli trjánna. Hægt og gætilega, og
nálgaðist flugvélina. Þetta voru