Úrval - 01.05.1979, Page 10

Úrval - 01.05.1979, Page 10
8 ÚRVAL til þess herðilykkjur sem þeir bjuggu til úr hálsbindi og belti. En það var enn óljóst hvar flugvélin var stödd. Samt gerði Kim sér grein fyrir því að einhvers staðar í sívaxandi rökkrinu voru herþoturnar enn að elta skemmda Boeingþotuna. Það var ekki nema um eitt að ræða: Reyna nauðlendingu. Hann hóf að fljúga í víðum hringjum yfir eyðilegu, snævi þöktu landinu, til að reyna að finna mögulegan lendingarstað. Farþegarnir voru í skyndi settir í björgunarvesti, sagt að fara úr skónum, hnipra sig saman og festa sætisbeltin. Seiko Shiozaki lét undan hvatningu unnusta síns og hóf að skrifa dagbók, til þess að dreifa huganum: ,,Vinstri vængbroddur farinn. Flugvélin flýgur enn. Moto-o kyssir mig. Ungur japani var ákveðinn í að forða andlitinu frá skemmdum, og vafði öllum þeim fötum um höfúðið, sem honum voru tiltæk. Tveir breskir verslunarmenn tókust hátíðlega í hendur og árnuðu hvor öðrum alls góðs, um leið og þeir hugguðu hvor annan með því, að ekkjur þeirra myndu að minnsta kosti fá verulegar líftryggingar útborgaðar. Lin Shing-yueh, listamaður frá Formósu, minnist þessa atburðar þannig: ,,Við spurningunni skelfí- legu: Til hvers get ég notað þann stutta tíma, sem ég á eftir? —var ekki nema eitt svar. Rifja upp liðna tíð. Ég ýtti í skyndi frá mér öllum óþægi- legum minningum og reyndi af alefli að minnast aðeins þess sem var best og fegurst. Hvers vegna hafði ég aldrei skynjað þessa hluti svona skýrt fyrr?’’ Þrívegis reyndi Kim að lenda á ökrum eða á vegum, en í jafn mörg skipti komu hæðir eða háspennu- leiðslur í veg fyrir það. Loks kom hann auga á ísi lagt vatn, umkringt háum trjám. Myndi ísinn halda 100 tonna Boeingþotunni? Hann varð að hætta á það. Lendingin, sem þyrlaði upp ótrúlegum snjó, var mjúk, þótt skemmdi vængurinn eyðilegðist loks algerlega er hann rakst í tré við vatns- bakkann. Seiko Shiozaki hélt áfram að skrifa: ,,Lent. Logum (eða neistum?) bregður fyrir utan við gluggann. Flugstjórinn kemur inn í farþegarýmið — og er fagnað með dynjandi lófataki.” Þýskur farþegi rýndi út í myrkrið og sagði svo valdsmannslega: ,,Við erum í Alaska.” Flugfreyja opnaði neyðardyr og margir farþeganna renndu sér niður björgunarrennuna. Þeir voru fljótir inn aftur, því úti var nístandi kuldi. Inni var dimmt og kólnaði fljótt. Læknarnir héldu áfram að reyna að bjarga Sugano. Nærri tvær stundir liðu. Til að byrja með höfðu herþoturnar flogið yfir þeim. ,,Hvar ætli þær geti verið, þessar amerísku björgunarsveitir?” spurði Yu Hae-ja. Svo fór eitthvað að hreyfast úti á milli trjánna. Hægt og gætilega, og nálgaðist flugvélina. Þetta voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.