Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 15
þeirra, en hún hafði sjaldan tíma til
að leika við þær eða hjálpa þeim að
þróa andlega getu sína, þar með talið
í máli. Þar við bættist að amma var
svo einstaklega skilningsgóð á allar
bendingar og svipbrigði að orða
gerðist ekki þörf við hana.
Þegar telpurnar voru þriggja ára,
fluttist fjölskyldan til Kaliforníu og
settist að f hverfi þar sem íbúarnir
voru flestir af léttasta skeiði og þvf
lftið um leikfélaga. Telpurnar reiddu
sig í sfvaxandi mæli meira og meira
hvor á aðra og drógust lengra og
iengra inn í sfna eigin einkaveröld.
Þegar hér var komið skildu þær
Gracy og Ginny foreldra sína, en
notuðu aðeins sárafá orð á ensku.
Fyrstu skiljanlegu orðin sögðu þær
um 17 mánaða aldur, þegar þær
lærðu að segja „mamma" og
,,pabbi”. En foreldrunum til mikils
angurs fjölgaði orðunum ekki mikið
upp fráþvf.
,,Þær sögðu ,,vatn” og ,,djús”,”
segir Chris. ,,En jafnvel þau orð voru
ekki skýr og við gátum ómögulega
fengið þær tii að forma setningar. Það
var eins og þær ættu ákaflega erfitt
með að tala, og við kenndum um
möguleikanum á að flogin hefðu
skemmt getu þeirra til að nema
mál.”
En þegar þær voru látnar einar,
voru þær hreint ekki hljóðar, heldur
léku sér tfmum saman án þess að
skipta sér af öðrum og tístu hvor við
aðra með óskiljanlegum hljóðasam-
setningi.
,,Þær töluðu ótrúlega hratt,” segir