Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
^Viltu aukg oröaforöa þinq?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
1. kennileiti: persónueinkenni, hæð, sem má átta sig á (taka mið af) til að
rata, viðkvæmni, prédikun, útlitslýti, kunningsskapur, aðfinnslur.
2. balsam: ilmsmyrsl, viðartegund, matur, drykkur, krydd, vandræði,
eymd.
3. rekistefna: ákæra, málshöfðun, afskipti, dómur, rex, það að skip rekur
'stefnulaust undan vindi, ákveðni.
4. að leggja upp laupana: að vera hreinskilinn, að leggja spilin á borðið, að
hefjast handa, að leggja af stað í ferðalag, að deyja, að safna birgðum, að
hætta starfsemi.
5. köstur: þyrping, hlaði, ös, mergð, það að fæða af sér afkvæmi (t.d. um
hryssu, fleygiferð, stórdyngja.
6. jarki: il, rist, úlniður, lófi, sóði, dugnaðarforkur, útjaðar handa og fóta.
7. barti: rakari, hðkutoppur, sáralæknir, vangaskegg, vöruskipti, á skipi,
verkfæri.
8. hérvillingur: kynferðislega brenglaður maður, trúvillingur, trúleysingi,
ofsafenginn maður, áttavilltur maður, hjárænulegur maður, fáráðlingur.
9. afrendur: ávalur, sívalur, örmagna, geysisterkur, göldróttur, af sér
genginn, sem illt orð fer af.
10. að básúna: að bera út, að spila á hljóðfæri, að syngja, að raula, að hrósa,
að finna að, að segja frá.
11. kraðak (krafak): átök, yfirgangur, fjöldi, mergð (og þrengsli), stapp,
traðk, óskýr og ljót skrift.
12. jarteikn: gimsteinn, kraftaverk, fjársjóður, gripur (merki) til sanninda-
merkis um e-ð, náttúruhamfarir, fugl, galdrar.
13. karp: atorka, ákafí, keppnisskap, úfíð hraun, þref, þræta, þýfi.
14. jóðsjúk: öfundsjúk, afbrýðisöm, tortryggin, svolítið lasin, hættulega veik,
flogaveik, með fæðingarhríðir.
15. koðri: silakeppur, eitthvað lítið, tarfur, vopn, hnykill, þungur, hnútur.
j