Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 22
nákvæma flugstefnu og þá braut, sem
flugvélinni ber að fylgja við lækkun
flugsins. Meðan á lendingu stendur
verður flugmaðurinn þó einnig að fá
upplýsingar um í hvaða hæð flugvélin
er yfir flugvita flugvallarins. Þessi
vandi er leystur með tveim öðrum
geislum. Rúbínrauðir geislarnir skera
miðgeislann og benda nákvæmlega á,
hvar vitinn er og gefa þannig
upplýsingar um, hvort fyrirskipaðri
hæð hefurverið fylgt.
Flugmaðurinn verður einnig að
vita um staðsetningu þeirra ,,veggja”
loftgangsins, sem flugvélin á að halda
sig innan. Aðrir tveir lasergeislar sjá
um það atriði. Loks marka síðustu
tveir geislarnir, sem teygja sig eftir
brautinni, hliðarlínur lendingar-
brautarinnar.
Lendingargeislarnir teikna í loftið
einfalda mynd, sem auðvelt er að
muna. Ef lendingarfyrirmælunum er
fylgt nákvæmlega helst myndin
óbreytt. En breyti flugvélin út af
stefnunni sér flugmaðurinn að útlín-
ur myndarinnar breytast. Kerfíð
skráir jafnvel hálfs metra frávik flug-
vélarinnar frá markaðri stefnu.
Þannig er aðalstarfs flugmannsins að
fylgjast með því að teikning sú, sem
lasergeislarnir draga upp, haldi
óbreyttum útlínum. Það er auðvelt að
gera. Jafnvel leikmaður, sem fylgist
með ljósum kerfísins úr flugstjórnar-
klefanum getur venjulega, ákveðið
örugglega þá braut, sem flugvélinni
ber að fylgja við lækkun flugsins og
leiðréttingar á hreyfingum vélarinnar
eftir henni.
Notkun laserlendingarkerfís
auðveldar verulega staðarákvörðun,
og, það sem mestu máli skiptir, gerir
flugið öruggara. Að næturlagi í góðu
veðri sjást lendingargeislarnir í
loftinu í 30 km fjarlægð frá flug-
brautinni. En virkust eru áhrif
kerfisins við erfið veðurskilyrði. Laser-
geislinn brýst auðveldlega gegnum
þoku og hjálpar flugmanninum til
þess að hafa sjóntengsl við lendingar-
staðinn sex sinnum fyrr en ella. Ef
flugvélin fylgir geislanum, nær hún
örugglega lendingarbrautinni, jafn-
vel þótt skyggni sé mjög takmarkað.
Hið nýja lendingarkerfí krefst ekki
sérstaks tækjabúnaðar um borð í flug-
vélinni og truflar ekki talstöðvar-
samband eða radíósamskipti þau,
sem nú eru notuð á flugvöllum.
Sérstakar læknisfræðilegar og
líffræðilegar rannsóknir hafa leitt í
ljós að lasergeislar lendingarkerfísins
skaða heilsu þess fólks, sem starfar við
lendingarþjónustuna ekki vitund.
Einkaleyfi hefur verið tekið á rennslis-
kerfínu í Bandaríkjunum, Bretlandi,
Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og
fleiri löndum. ★