Úrval - 01.05.1979, Side 22

Úrval - 01.05.1979, Side 22
nákvæma flugstefnu og þá braut, sem flugvélinni ber að fylgja við lækkun flugsins. Meðan á lendingu stendur verður flugmaðurinn þó einnig að fá upplýsingar um í hvaða hæð flugvélin er yfir flugvita flugvallarins. Þessi vandi er leystur með tveim öðrum geislum. Rúbínrauðir geislarnir skera miðgeislann og benda nákvæmlega á, hvar vitinn er og gefa þannig upplýsingar um, hvort fyrirskipaðri hæð hefurverið fylgt. Flugmaðurinn verður einnig að vita um staðsetningu þeirra ,,veggja” loftgangsins, sem flugvélin á að halda sig innan. Aðrir tveir lasergeislar sjá um það atriði. Loks marka síðustu tveir geislarnir, sem teygja sig eftir brautinni, hliðarlínur lendingar- brautarinnar. Lendingargeislarnir teikna í loftið einfalda mynd, sem auðvelt er að muna. Ef lendingarfyrirmælunum er fylgt nákvæmlega helst myndin óbreytt. En breyti flugvélin út af stefnunni sér flugmaðurinn að útlín- ur myndarinnar breytast. Kerfíð skráir jafnvel hálfs metra frávik flug- vélarinnar frá markaðri stefnu. Þannig er aðalstarfs flugmannsins að fylgjast með því að teikning sú, sem lasergeislarnir draga upp, haldi óbreyttum útlínum. Það er auðvelt að gera. Jafnvel leikmaður, sem fylgist með ljósum kerfísins úr flugstjórnar- klefanum getur venjulega, ákveðið örugglega þá braut, sem flugvélinni ber að fylgja við lækkun flugsins og leiðréttingar á hreyfingum vélarinnar eftir henni. Notkun laserlendingarkerfís auðveldar verulega staðarákvörðun, og, það sem mestu máli skiptir, gerir flugið öruggara. Að næturlagi í góðu veðri sjást lendingargeislarnir í loftinu í 30 km fjarlægð frá flug- brautinni. En virkust eru áhrif kerfisins við erfið veðurskilyrði. Laser- geislinn brýst auðveldlega gegnum þoku og hjálpar flugmanninum til þess að hafa sjóntengsl við lendingar- staðinn sex sinnum fyrr en ella. Ef flugvélin fylgir geislanum, nær hún örugglega lendingarbrautinni, jafn- vel þótt skyggni sé mjög takmarkað. Hið nýja lendingarkerfí krefst ekki sérstaks tækjabúnaðar um borð í flug- vélinni og truflar ekki talstöðvar- samband eða radíósamskipti þau, sem nú eru notuð á flugvöllum. Sérstakar læknisfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að lasergeislar lendingarkerfísins skaða heilsu þess fólks, sem starfar við lendingarþjónustuna ekki vitund. Einkaleyfi hefur verið tekið á rennslis- kerfínu í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og fleiri löndum. ★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.