Úrval - 01.08.1982, Side 8
6
Svo fór hún að telja upp öll skil-
yrðin fyrir gönguferðinni. ,,Og mun-
ið eitt, ekki rífa buxurnar ykkar, og
munið eitt, ekki éta villt ber og koma
heim með skitu, og munið eitt, þið
skuluð ekki voga ykkur að koma heim
fyrr en þið hafið fengið lit á kinnarn-
ar. Eg vildi að ég væri ung og frjáls
eins og þið.”
Klukkan sex að morgni vorum við
tilbúin að leggja upp í ævintýrið en
við urðum að bíða þangað til pabbi
fór á fætur. Ekki aí því við þyrftum að
ÚRVAL
fá leyfi hjá honum heldur vantaði
okkur teppið ofan af honum.
Svo skálmuðum við inn í Miðgarð
(Central Park), kengbogin undir
bakpokum, vasaljósum, áttavitum úr
kornflekspökkum, hitabrúsa (hálf-
sjálfvirkum — maður varð að hella á
hann en hann tæmdi sig sjálfur),
samlokum og öxi. Ekkert okkar vissi
hve langt við áttum að ganga. Við
héldum bara áfram af því við vissum
ekki hvað við ættum að gera þegar við
næmum staðar. Loks sagði hugdjarfur
heigull: ,,Ég kemst ekki lengra. Hit-
inn er að drepa mig. Við skulum
kynda bál hér.”
Við komum heim með lit á kinn-
unum —grænan. Við tíndum saman
í blómvönd handa mömmu til að
tryggja að við fengjum að fara aftur.
Hún lyktaði af honum einu sinni og
hljóp út í rauðum skellum. Pabbi
öskraði á okkur en reyndi ekki að
lúskra okkur. Hann óttaðist að þetta
væri smitandi.
Stundum fór pabbi eitthvað með
okkur en ekkert í ,,kjánaskap” eins
og í gönguferðir. Hann reyndi að efla
áhuga okkar á æðri menningu með
því til dæmis fara með okkur á safnið.
Þegar inn kom skálmaði pabbi á
undan og við komum I halarófu á eft-
ir honum. ,,Heyrið mig nú, krakkar,
ef þið ætlið alltaf að vera að stansa og
glápa á þetta sjáið þið ekki neitt.
Við hespuðum svo sem 4000 árum
menningarinnar af á tuttugu mínút-
um.