Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
fyrir að kljúfa
þau, er kölluð
samruni. Við
vitum nú
þegar hvernig
þetta gerist
þótt ekki sé
hægt að stjórna því, til dæmis þegar
vetnissprengja springur.
En sprengjan sýnir einfaldlega þá
erfiðleika sem við er að etja þegar
stjórna á samruna í kjarnaofni. Sá hiti
sem leysist úr læðingi við sprengingu
vetnissprengjunnar getur verið 10—
100 milljón gráður og það virðist sem
útilokað sé að framkalla samruna án
þess að framleiða þennan ógnarhita.
Bjartsýnismenn á þessu sviði halda
því fram að það verði fyrst á fyrri
hluta næstu aldar sem hægt verði að
koma upp orkuverum sem byggjast á
samruna.
Sú aðferð myndi færa mönnum
nýja tegund eldsneytis, sambærilegt
við sólarorkuna að magni og varan-
leika. Astæðan er sú að efnið, sem er
vænlegast til að koma af stað sam-
runa, má vinna úr sjó og af honum er
yfrið nóg.
Ef reynt er að skyggnast inn í fram-
tlðina, segjum til ársins 2050, má sjá
fyrir endann á orku-,,regnbogan-
um”; tímabil þar sem fullkomin
sólar- og vetnisorka mun sjá heimin-
um fyrir allri þeirri orku sem hann
þarfnast verður upp runnið.
MEÐ ÞESSARI FRAMTÍÐARSÝN
hafa umræður dagsins nýja þýðingu.
Þær eru 1 raun ekki um það hvað nú-
verandi eldsneyti þýðir í framtíðinni
heldur um val á því eldsneyti eða
þeim tegundum eldsneytis sem eiga
að brúa bilið frá endalokum olíu- og
gastímabilsins til upphafs sólar/vetn-
istímabilsins. Lykillinn að þeirri
millibilsorku er að flestra mati auð-
sær. — Kolin verða fyrir valinu.
Svarta gullið
Kolabirgðir
þær sem fyrir
eru í Banda-
ríkjunum koma
fyllilega í stað
olíu og gass. Þessum birgðum má
breyta í gas og leiða í bræðsluofna,
breyta þeim í fljótandi samorku
(synfuels) til þess að knýja samgöngu-
kerfí eða brenna og framleiða þannig
rafmagn.
En hér verðum við að skjóta inn
slæmum fréttum í öllu bjartsýnisraus-
inu. Kolin hafa alltaf verið og munu
áfram verða hið „óhreina” eldsneyti
í þess orðs fyllstu merkingu, allt frá
námuopunum til hins efsta reykháfs
og reyndar enn lengra. Á tveimur síð-
ustu áratugum hafa vísindamenn
uppgötvað tvö ný mengunarvanda-
mál til viðbótar.
Á Norðurlöndum, Kanada og í
norðausturhluta Bandarlkjanna hefur
vatnalíf svo að segja þurrkast út af
völdum regns sem hlaðið er brenni-
steini og saitpéturssýru. Norður-
landabúar halda því fram að þessi
mengun komi frá kolaverksmiðjum í
Englandi og 1 Bandaríkjunum er talið