Úrval - 01.08.1982, Side 56
54
ÚRVAL
um. Ef við breytum þessu I afurðir
eru það tvær milljónir tonna af
lamba- og kindakjöti og ein og háif
milljón tonna af ull á ári.
LJtflutningurinn á Border collie-
hundum hefur hundraðfaldast frá
1930. Þetta er ekki aðeins helsta fjár-
hundakynið í Efnahagsbandalags-
löndunum, heldur hefur hundurinn
náð austur fyrir járntjald, til Japan,
og fyrir löngu var hann fluttur til
Norður- og Suður-Ameríku og til
Suður-Afríku. Á Nýja-Sjálandi eru
það afkomendur Border collie-hund-
anna, sem þangað fluttust með inn-
flytjendunum frá Skotlandi, sem enn
gætasauðfjárins.í Ástralíu reka collie-
hundar féð og einnig blandaðir af-
komendur þeirra.
Vinsæl saga um fjárhund segir frá
því að í miklu óveðri hafi 6000 fjár
villst af leið. Komið var miðnætti.
Næsta morgun lögðu smalarnir af
stað ríðandi í leit að kindunum og
bjuggust við að finna þær á víð og
dreif um margra kílómetra svæði. Svo
var þó ekki. Mennirnir fundu féð
liggjandi í ró og spekt í klettóttri hlíð
og yfir því vakti lítill hundur með
grátt trýni sem kallaður var Gim-
steinn. Hann hafði safnað fénu sam-
an eftir að það hafði hrakist af leið og
haidið því í hnapp þar til mennina
bar að. Blóðstorka á löppunum sýndi
hvernig hann hafði rifið sig til blóðs
þegar hann barðist hetjulega við að
safna fénu saman.
Fljótur í förum
Collie-hundurinn lifir fyrir vinn-
una. Heima á bænum er hundurinn
rólegur, en þegar hann er kominn
upp í fjall er eins og komið sé í hann
kvikasilfur. Langt skottið er eins og
jafnvægisstöng fyrir líkamann þar
sem hann boppar og stekkur fram og
aftur. Hundurinn er vöðvasterkur og
ákveðinn, þolinn og fljótur í ferðum.
Collie getur farið yfir 160 kílómetra
giljótt og grýtt heiðarland á einum
degi og mest á sprettinum eða hann
getur haldið kyrru fyrir á sama stað ef
til þess er ætlast.
George Hutton bóndi var að safna
saman fé sínu í hæðunum umhverfis
Keswick að vetrarlagi þegar hann sá
30 kindur hverfa niður í gil og á eftir
þeim fór hundurinn hans, Nip. Hutt-
on sá kindurnar koma upp aftur en
Nip sást hvergi.
,,Ég flautaði og flautaði árangurs-
laust, en svo kom hundurinn að lok-
um hægt upp úr gilinu, nam staðar
og horfði til baka. Aftur flautaði ég.
Hundurinn stóð og horfði niður í gil-
ið, fullur þrákelkni.” Þegar Hutton
gáði betur að sá hann að rigningin
hafði grafið djúpa gjótu sem var full
af aur og leðju. ,,Þrjár kindur voru
sokknar í leðjuna og það svo djúpt
að hausinn einn stóð upp úr,” sagði
Hutton. „Vegna þess að Nip neitaði
að hlýða og koma fann ég kindurnar,
annars hefði ég tapað þeim og þær
hefðu drepist.”
Menn eiga líka þessum litlu hund-
um líf að launa. Þegar gamall hjarð-