Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 99
MÁTTUR HUGARORKUNNAR
97
þú vildir fá? Hvað á ég að gera við
mjólkurostinn?”
Þessari óspurðu spurningu svaraði
lamainn með því að kinka kolli og
sagði trapanum að gefa mér ostinn.
Hitt atvikið gerðist ekki í Tíbet
heldur í landamærahéraðinu sem er
hluti af Szetchuan og Kansu í Kína.
I útjaðri hins víðáttumikla frum-
skógar, sem nær alla leið frá Tagan til
Kunka-skarðsins, slógust sex ferða-
menn í hópinn með okkur. Þetta hér-
að hefur illt orð á sér því tíbetskir
ræningjar eru þar stundum á ferð.
Þess vegna leitast ferðamenn við að
sameinast sem flestir I einn flokk eins
vel búnir að vopnum og unnt er.
Fimm þessara nýju ferðafélaga voru
kínverskir kauprnenn, en sá sjötti var
Bönpo ngagspa (töframaður), hávax-
inn maður með sítt hár sem hann
vafði innan í rautt klæði svo að úr
varð heilmikill vefjarhöttur eða túr-
ban.
Þar sem mig langaði til að fá að vita
sem mest um trúarbrögð landsins
bauð ég manninum að borða með
okkur og ætlaði að nota tækifærið og
spyrja hann spjörunum úr. Hann
sagðist vera á leið til meistara síns sem
væri mikill töframaður og efldi seið á
íjalli einu, ekki alllangt frá okkur.
Tilgangurinn með seiðnum var að
fjötra illan anda sem stöðugt var að
ofsækja kynflokkinn er þarna átti
heima. Eftir nokkrar varkárar og kæn-
legar undirbúningsviðræður af minni
hálfu lét ég í ljós þá ósk mína að fá að
koma með honum til töframannsins,
en lærisveinninn taldi það gersamlega
óframkvæmanlegt. Meistara hans
mátti ekki með nokkru móti trufla
allan þann tunglmánuð sem þurfti til
að gera seiðinn að fullu.
Eg skildi að það var tilgangslaust að
ræða meira við hann um þetta. En ég
gerði áætlun um að fylgja honum
eftir, þegar hann væri farinn og kom-
inn yfir skarðið. Ef ég yrði svo heppin
að koma töframanninum að óvörum
gat vel verið að ég fengi bæði að sjá
töfrahring hans og hann sjálfan. Þess
vegna lagði ég fyrir þjóna mína að
hafa vakandi auga á þessum gesti
okkar svo að hann gæti ekki farið án
þess að við yrðum hans vör.
Líklega hafa þjónarnir haft of hátt
um þetta sín á milli. Ngagspainn sá í
gegnum vélabrögð þau sem ég hugð-
ist beita meistara hans og sagði mér
umbúðalaust að ekkert þýddi að
reyna þau.
Ég svaraði því til að ég hefði ekkert
illt í huga gagnvart meistara hans,
mig langaði aðeins til að tala við hann
mér til uppbyggingar. Ég skipaði
þjóni mínum jafnframt að hafa enn
betur gát á gesti mínum en áður.
Hann hlaut að verða þess var að
hann var í strangri gæslu. En þar sem
hann vissi einnig að ekkert illt átti að
gera honum og að hann fengi nóg að
borða — en það er atriði sem Tíbet-
búar meta mikils — tók hann þessu
ævintýri léttilega.
,,Þér megið ekki halda að ég
hlaupist á brott,” sagði hann við
mig. ,,Þér megið setja mig í hlekki ef