Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 68

Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 68
66 ÚRVAL rásar: stöðugrar hitunar hnattarins og sífclldrar kælingar hans. Hið fyrra tekur að verða yfirstcrkara hinu síðara því að andrúmsloftinu með aukakol- tvísýringi má líkja við glerþak á gróðurhúsi: Samtímis því að það hleypir í gegnum sig sólargcislunum heldur það hitanum, scm þeir flytja með sér, föstum („gróðurhúsa- áhrif”). Áður fyrr var ofmettun andrúms- loftsins af koltvísýringi óhugsandi. Grænu plönturnar nema til sín kol- tvísýringinn og leysa súrefnið (menn og dýr anda að sér súrefni og anda frá sér koltvísýringi). Nú er þessu jafn- vægi í lífheiminum í vaxandi mæli ógnað með óteijandi bræðsluofnum og brennsluvélum. Fjöldi bifreiða í heiminum kann að ná 700—750 milljónum árið 2000 (6.200 millj. ár- ið 1990). Gróðurríkið er einnig I hættu sök- um þess að skógar eru stöðugt höggn- ir niður, vegna jarðvegseyðingar, stækkunar á eyðimörkum og mengunar umhverfisins, einkanlega sjávarins. Slysið er bandaríska risa- olíuskipið Amoco Cadiz missti mikið af olíu í Atlantshafið árið 1978 olli gífurlegu tjóni á grænum örþörung- um sem eyða koltvísýringi. Ef tugur slíkra slysa ætti sér stað á sama tíma í ýmsum höfum myndi það sennilega eyða nálega öllu lífi í heimshöfunum. Ég gæti haldið áfram en ljóst er orðið hve mikilvægt það er að sjá fyrir og koma í veg fyrir hugsanlegar óæskilegar afleiðingar framtíðarbreyt- inga á kerfinu ,,mannlegt samfélag — náttúran”. Vissulega felur ofhitun lífheimsins í sér hættu á alheimsflóði. Vísindamaðurinn Semjónov segir að hækkun meðalhitans um fáeinar gráður muni ieiða til bráðnunar heimsskautaíssins en ekki til raun- verulegs flóðs. Þetta gerir það nauðsynlegt að takmarka heildaraf- kastagetu kjarnavarmastöðva afar öflugra orkuframleiðslustöðva sem munu væntanlega koma til sögunnar í upphafi 21. aldarinnar. Þær munu ekki gefa frá sér neinn úrgang nema hita, sem alls ekki er skaðlaus. Hvað á að gera? I Sovét- ríkjunum hefur verið rædd ein hugsanleg lausn. Hagkvæmt væri að koma afkastamiklum kjarnavarma- kljúf fyrir á braut í grennd við jörðu (svo vill til að ofurtóm, sem er nauðsynleg forsenda fyrir starfrækslu slíkra stöðva, er fyrir hendi í geimn- um). Orka frá þeim yrði send aftur til jarðar í formi geisla, sennilega laser- geisla, er smygju gegnum andrúms- loftið. Samkvæmt þessari áætlun myndu 80% af hitaúrgangi þessara stöðva verða eftir utan lofthjúps okkar og myndi hann dreifast þar án þess að valda lífinu á jörðinni neinu tjóni. Ört vaxandi eldsneytisþörf orku- iðnaðarins 1 heiminum má fullnægja um ófyrirsjáanlega framtíð ef við nýtum samhliða hefðbundnu elds- neyti alla frumkrafta sem enn hafa ekki verið beislaðir. Þetta á alveg sér- staklega við um sólgeislunina og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.