Úrval - 01.08.1982, Side 14
12
ÚRVAL
efnahagsmála, sem færir sér nútíma-
tækni í nyt. Stefnt er að því að auka
veldi hinna níu banka í eigu Kuwait,
sem og tryggingafélaganna og fjár-
festingafélaganna, og leggja aukna
áherslu á hefðbundna verslun í því
skyni að hafa auðinn í stöðugri um-
ferð.
En hverjir verða það eiginlegasem
koma þessum metnaðarfullu baráttu-
málum í höfn? Eins og sakir standa er
það ein meginmótsögnin, þegar
Kuwait er annars vegar, að eiginlegir
Kuwait-búar eru aðeins einn á móti
hverjum sex erlendum farandverka-
mönnum (stærstur hluti þeirra eru
Palestínumenn, síðan koma Egyptar,
Sýrlendingar, írakar, íranar,
Indverjar og margir fleiri). Þessir
starfsmenn eru fjölskrúðugur hópur,
sem vinnur allt frá götusópun til
rannsóknarstarfa í þágu vísindanna,
enda hefur höfuðborgin á sér afar
alþjóðlegt yfirbragð. Þar búa menn af
117 þjóðernum sem er nálægt 74
prósentum vinnandi manna í Kuwait
— 54 prósent Kuwait-búa gegna
störfum á vegum ríkisins.
Yfirstéttin í Kuwait gætir hags-
muna sinna af hörku og meðan ríkið
tryggir jafnmikla velmegun og raun
ber vitni þénar Kuwait-búi í venju-
legu skrifstofumannsstarfi á að giska
740 dollara á mánuði meðan maður
af öðru þjóðerni fær aðeins 370
dollara fyrir sams konar vinnu. Þó að
údendu starfsmennimir beri þrátt
fyrir allt meira úr býtum en þeir
myndu gera í sínu eigin heimalandi
gætir hjá þeim gremju vegna þeirrar
tilfinningar að vera eins konar annars
flokks borgarar.
Þó stingur það kannski enn frekar í
augu að ólæsishlutfallið hjá hinni
forríku og þjóðlegu yfirstétt — sem
að verulegum hluta til er nýlega
horfin til nútímahátta — er gríðar-
lega hátt, eða um 44,6 prósent. En
ólæsishlutfallið meðal inn-
flytjendanna er aðeins 28,9 prósent.
Það er því full alvara að baki fjár-
veitingum til tveggja mikilvægra
málaflokka, skólamála og
heilsugæslu, en til þeirra er varið
16,5 prósentum af þjóðartekjum. Á
síðustu tveimur áratugum hefur
fjöldi skólastofa nífaldast. Fjárveiting
til háskólans í Kuwait, sem var
stofnaður fyrir rúmum fimmtán
árum, hefur hækkað úr 5 milljónum
dollara á ári upp í 144 milijónir doll-
ara og þeir stúdentar í Kuwait sem
efnilegir þykja geta stundað ókeypis
nám við hvaða útlendan háskóla sem
vera skal. Flestir þeirra fara til Banda-
ríkjanna eða Bretlands eða til annars
arabarrkis. (Um þessar mundir em ná-
lægt 3.000 stúdentar frá Kuwait á
Vesturlöndum og hver þeirra getur
tekið út námslaun er nema um 2.000
dollurum á mánuði.) Á vegum
stjórnarinnar eru einnig starfræktar
125 menntunarmiðstöðvar fyrir
fullorðna og þar stunda nám um
30.000 manns sem er þannig gefinn
kostur á að læra sama námsefni og
börn þeirra. Enda fer ólæsishlutfallið
stöðugt minnkandi vegna svo öflugs