Úrval - 01.08.1982, Síða 122
120
vettvang rétt upp úr kl. 8 um morg-
uninn. Þeir gengu T lið með Matthew
Raigan, 38 ára kafara, sem hafði
komið frá Venice fyrr um morgun-
inn. í fyrstu köfun Raigans hafði
hann fest línu frá björgunarpramma í
um 22 metra fjarlægð í flakið og
bundið upp hurðina á aðalklefanum.
En þegar hann reyndi að komast inn í
bátinn flæktust taugar hans í brakinu
og hann neyddist til að koma upp á
yfirborðið.
Kl. 9:45 fóru Bennett og Byard
niður til þess að ná Perret. Kuldinn
tafði þá í fyrstu, síðan straumurinn.
Bennett þrengdi sér að dyrum aðal-
klefans, síðan gegnum dyrnar til þess
að losna út úr straumþunganum.
Byard fylgdi fast á eftir. Þar sem
skyggnið var næsta lítið kveikti Benn-
ett á kraftmiklum kafaralampanum.
Þar sem Sallee P. lá á hliðinni líkt-
ist flakið stórum, dimmum ruslahaug
sem Mississippi flæddi í gegnum.
Byard kom sér fyrir rétt innan við
dyrnar þar sem hann gat handleikið
lofttaugar Bennetts sem fikraði sig
hægt inn í bátinn og fór varlega niður
stigann, eftir ganginum og í áttina að
síðunni þar sem högg Perrets höfðu
heyrst.
Tómahljóðið frá málminum í síð-
unum minnti hann stöðugt á að flak-
ið var ekki eins stöðugt og áður hafði
verið talið. Hann sá móta fyrir ein-
hverju fyrir framan sig. Hann teygði
sig fram til þess að snerta það. Það var
mjúkt viðkomu, eins og kjöt. Lík?
Skyndilega skaust þetta fram hjá hon-
ÚRVAL
um. Það var uppblásið björgunar-
vesti.
í ljósleysinu tóku ofsjónir að ásækja
Perret. Honum fannst hann nú sjá
eitthvað í dimmu vatninu. Ljós nálg-
aðist, hvarf síðan. Hann glennti upp
augun, hjartað sló æðisgengið. Ljósið
birtist á ný og varð sterkara. Loftbólur
komu upp á yfirborðið. Perret teygði
handlegginn fram í vatnið og náði
taki á einhverju sem líktist handlegg.
Hann togaði sem óður væri — og fyrr
en varði horfði hann í andlit Alberts
Bennett. ,,Hef náð I einn á lífi,”
kallaði Bennett í talstöð sína.
Perret mælti ekki orð frá vörum.
Hann hélt dauðahaldi í handlegg
Bennetts. ,,Allt I lagi með þig?”
spurði Bennett. Perret, sem var nærri
örmagna og skalf án afláts, svaraði
ekki. Bennett reis upp og hristi hann
varlega. ,,Ja-a-á,” sagði Perret ioks.
, ,Ég, ég... það er I lagi með mig. ’ ’
Chad Byard, se n hafði staðið við
innganginn, fór nú upp á yfirborðið
til þess að ná í froskköfunartæki fyrir
Perret. Síðan hélt hann gætilega í átt-
ina til Bennetts með því að fylgja loft-
taugunum, allt til klefans þar sem
Perret hékk enn á handlegg Bennetts.
Perret hafði aldrei notað froskköf-
unartæki áður. Hann varð kvíðinn og
óstyrkur. „Mundu bara tvennt,”
skipaði Bennett. „Slakaðu á og and-
aðu eðlilega.”
Perret renndi sér niður af stál-
skápnum í vatnið. Kuldinn lamaði
hann næstum. ,,Ég kemst þetta aldr-
ei svona, ’ ’ sagði hann.