Úrval - 01.08.1982, Side 104
102
ÚRVAL
Síðari sagan hcfur öll einkenni þess
að vera samin af prakkara, trúuðum
mönnum til háðungar, en svo er samt
ekki. Engum manni í Tíbet dettur í
hug að hlæja að henni eða hneykslast.
Hins vegar telja þeir hana opinbera
algildan sannleika um alla dýrkun því
að það sem dýrkað er gæðist þeim
mætti sem sameiginleg hugsanaein-
beiting og trú tilbeiðendanna flytur
því.
Kaupmaður einn, sem átti aldur-
hnigna móður, ferðaðist á hverju ári
til Indlands. Eitt sinn, er hann var að
leggja af stað, bað mððir hans hann
um að færa sér einhvern minjagrip frá
landinu helga. (I augum Tíbetbúa er
Indland landið helga.) Kaupmaður-
inn lofaði að gera það. En hann var
svo önnum kafinn við viðskipti á
ferðalaginu að hann gleymdi
loforðinu.
Þegar hann kom varð gamla konan
mjög hrygg. Næsta ár þegar sonurinn
hé’t aftur til Indlands ítrekaði hann
loforð sitt um að færa henni einhvern
helgigrip þegar hann kæmi aftur. En
allt fór eins og I fyrra skiptið.
Arið eftir henti þetta í þriðja sinn
en þó mundi kaupmaðurinn eftir lof-
orðinu áður en hann náði heim. Um
leið þótti honum mjög leitt að verða
nú í þriðja sinn að láta aldurhnigna
móður sína verða fyrir vonbrigðum
eins og hún hafði þó þráð heitt að fá
einhvern helgan dóm frá Indlandi.
Þegar hann var að velta því fyrir sér
hvernig hann gæti bætt úr þessu rak
hann augun í hundskjálka við veg-
inn. Samstundis datt honum ráð í
hug. Hann braut eina tönn úr hvítu
kjálkabeininu, vafði hana inn 1 silki-
klút og stakk í vasa sinn. Þegar hann
kom heim fékk hann gömlu konunni
tönnina með þeim ummælum að hún
væri dýrðlegur helgigripur því að
hér væri um að ræða tönn úr sjálfum
Sariputra (frægum lærisveini
Búddha).
Gamla konan varð himinlifandi
og lét tönnina lotningarfull í skrín á
altari fjölskyldunnar. Á hverjum degi
kraup hún á kné frammi fyrir skrín-
inu og bar fram bænir sínar við log-
andi Ijós altarislampanna og ilmandi
reykelsisfórnir. Aðrir trúaðir tóku
þátt í tilbeiðslu hennar og eftir nokk-
urn tíma tók að skína skært ljós frá
hundstönninni í skrtninu sem haldin
var helgur dómur.
Frá þessari sögu er komið mjög
þekkt spakmæli í Tíbt t sem segir:
,,Séu trúin og tiibeiðsl .n til staðar
getur jafnvel hundstönn varpað frá
sér ljósi.”
Af öllum þeim kynlegu fyrir-
brigðum sem dulspekingar í Tíbet
þekkja er ekkert manni eins mikil
ráðgáta og verurnar sem þeir hafa á
valdi sínu að skapa.
Til þess að valda ekki ruglingi
skulum við athuga aðra tegund fyrir-
bæra sem oft eru á dagskrá í Tíbet og
annars staðar í Austurlöndum ekki
síður en í Evrópu. Sumir bianda þeim
saman við sköpun hugsanagerva, en
það er alls ekki rétt því að þau eru
annars eðlis.