Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL
Þrátt fyrirþrúgandi hrakspár um matarskort í heiminum
hefur ekki örlað á honum enn — og er ástæða tilþess að
ætla að þær rætist aldrei. Það má þakka framförum í
landbúnaði íþriðja heiminum.
II. Hungurspár
-Richard Critchfield-
Ghungrali þorp, Indlandi, 1959
ácvíoIB&yK em uxarnir streða áfram
*
*
víC-
vK- kveina kerrurnar sem þeir
ij) draga, með braki og brest-
um, eftir því sem tréhjól
iICvKvKvKvK þehra grafa sig dýpra í
leðjuna í vanabundinni slóðinni.
Skeggjaðir menn með túrbana á höfði
hvetja þessar stóru skepnur áfram
skrækum rómi. Hátt uppi á Punjap-há-
sléttu Indlands er Ghungrali að rumska
tii nýs dags.
Ghungrali er ósköp líkt öðrum
þorpum á Norður-Indlandi. Þar arka
sömu úlfaldarnir hring eftir hring til
þess að knýja hina forneskjulegu
vatnsdælu. Sama dauða vatnið í
malaríusmituðu tjörnunum. Sama
móðan frá reykjarkófl matseldanna,
mettuð umferðarryki. Að undan-
Richard Critchfield blaðamaður, sem í nær
aldarfjórðung hefur fjallað um þróunarlöndin,
gaumgæfði sérstaklega þorpsbúskap þriðja
heimsins. Meðal bóka hans eru „Viilages” og
, .Shahhat: An Egyptian’ ’.
skildum sáningar- og uppskeru-
tímunum sitja þorpskarlarnir í
svölum skugga þanja-trésins.
Aðgerðadaufir hrærast þeir í menn-
ingu afgirtri frá tuttugustu öldinni.
Ghungrali þorp,
Indlandi, 1980
í næturhúminu tindra ljós frá 107
brunnholum, eins konar áveitu sem
veitt er i pípum neðanjarðar til að
draga úr uppgufun. Fljótsprottnar
hveiti- og hrísgrjónaplöntur ásamt
mung-bauninni, sem þroskast á 60
dögum, kalla á samfelldar uppskeru-
annir allan ársins hring. í Ghungrali
eru 40 dráttarvélar og nokkrar vélar
aðrar. Notkun tilbúins áburðar hefur
aukist úr engu í rúmar 800 smálestir
á ári.
Það marrar ekki lengur í uxa-
kerrunum. Þær eru á gúmmíhjól-
börðum og gömlu aurstígamir em
steinlagðir. Iðjulausir karlmenn eru
horfnir undan banyan-trénu sem
Tckið saman úr International Wildlife, með
viðbæti höfundarins úr New York Times.