Úrval - 01.08.1982, Side 9
ÞAU GÖMLU, GÓÐU SUMUR
Pabbi reyndi að flýta sér með okkur
fram hjá nöktu styttunum til
að hvorki hann eða við þyrftum að
verða vandræðaleg. Við litum ábúð-
armiklu augnaráði hvert á annað og
flissuðum. En pabbi sagði að það
væri allt í lagi með nekt hér ,,því hún
er frá því fyrir svo löngu”.
Þegar Bill bróðir fékk sér að drekka
úr gríska gosbrunninum kom vörður
og greip hann. Við það fór vatn upp í
nasirnar á Bill og vatnið í nösunum
og skeikurinn í sameiningu gerðu það
að verkum að hann fékk ákafan hiksta
svo bergmálaði T marmarahvelfingun-
um. Það var eins og heilum hópi af
veiðihundum hefði verið sleppt laus-
um inni í safninu. Vörðurinn fylgdi
okkur til dyra og stakk upp á að
pabbi færi með okkur í dýragarðinn.
Þar sem dýragarðurinn var þarna rétt
7
hjá og af því ódýrara var að heim-
sækja tvo staði en einn í sömu ferð-
inni fór pabbi með okkur að ,,sjá hin
villidýrin”.
Við stilltum okkur upp framan við
ljónið og biðum eftir því að það yrði
ægilegt. Górillan sýndist ekki hættu-
legri en skuldugur leigjandi sem felur
sig í herberginu sínu til að verða ekki
á vegi konunnar sem hann skuldar
leiguna. Við höfðum séð hana áður.
Ekkert villidýranna uppfyllti vonir
okkar. Apinn gerði ekkert apaspil,
úlfurinn var sauðarlegur, asninn var
bara asnalegur og uglan hefði eins
getað verið uppstoppuð. Mesta villi-
dýrið á staðnum, þegur allt kom til
alls, var pabbi.
,,Næst þegar ég fer eitthvað með
ykkur krakkana,” þrumaði hann,
,,skil ég ykkur eftir heima!
Maður nokkur á veðreiðum tók eftir prcsti sem gerði krossmark yfir
hesti. Hesturinn vann hlaupið. Því var það að maðurinn fylgdist vel
með í hvert sinn hvaða hest presturinn blessaði og gerði krossmark yf-
ir, veðjaði svo á þann hest og vann.
Þegar kom að síðasta hlaupinu hafði maðurinn stórgrætt. Hann
veðjaði allri fúlgunni á þann hest scm presturinn var hjá. Hliðin opn-
uðust, hestarnir hentust af stað — sá sem maðurinn hafði veðjað á
tók nokkur stökk og féll svo dauður niður.
Maðurinn leitaði prestinn uppi og spurði hvað hefði verið að.
Presturinn svaraði. ,,Þið mótmælendur þekkið ekki muninn á blcss-
un og hinstu kveðju.”
Kennarinn: ,,Skrifið þið nú setningu um opinberan starfsmann.
Litli drengurinn skrifaði: „Brunavörðurinn kom niður stigann,
barnshafandi. ’ ’
Kennarinn: ,,Veistu ekki hvað barnshafandi þýðir?”
Litli drengurinn: ,,Jú, það þýðir að hafa barn með sér. ”