Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 109
MÁTTUR HUGARORKUNNAR
107
vitundar höfunda þeirra. í raun og
veru er varla hægt að telja þá
Wangdu og málarann höfunda
þeirra, eins og dulfróður lama benti
mér á. Þeir voru aðeins ein orsök
þeirra, sennilega sú veigamesta — af
mörgum mismunandi orsökum sem
komu því til leiðar að þau gerðust.
Þriðja kynlega fyrirbrigðið sem ég
ætla að skýra frá gerðist með fullri vit-
und þess manns sem var valdur að því.
Svipurinn birtist í líki lamans sem bjó
hann til. Þrátt fyrir það er ekki víst að
lamainn hafi sent sinn eigin svip, eða
ekki líta dulfræðingar í Tíbet þannig
á.
Þeir telja að svipir þessir séu tuþlar,
töfraverur, tilorðnar fyrir máttuga
hugareinbeitningu. Hvaða form sem
eru geta orðið til á þennan hátt, eins
og hvað eftir annað hefur verið tekið
fram áður.
Þegar atburðurinn gerðist lá ég í
tjaldi nálægt Punang-ritöd t Kham.
Eitt sinn var ég stödd í kofa sem ég
notaði fyrir eldhús og var matreiðslu-
maður minn þar einnig. Þetta var
síðari hluta dags. Pilturinn bað um
einhver matvæli og ég sagði:
,,Komdu með mér út í tjald, þar get-
urðu tekið það sem þú vilt úr ferða-
koffortinu.”
Á leiðinni til tjaldsins sáum við
bæði lama sitja hjá tjaldborði mínu.
Ég varð ekkert hissa á þessu því lama
þessi kom oft í heimsókn til mín og
matreiðslumaðurinn sagði: ,,Ég verð
að fara strax og búa ti! te handa
lamainum. Matvælin get ég sótt
seinna.”
Ég svaraði: ,,Gott og vel! Búðu til
te og komdu með það til okkar. ’ ’
Maðurinn sneri við en ég hélt
áfram beina leið til lamains og leit
ekki af honum á leiðinni.
Hann sat hreyfingarlaus hjá tjald-
inu en þegar ég var rétt komin að
honum var eins og þokuhjúpur leyst-
ist upp, eða tjald væri dregið hægt til
hliðar. Um leið sá ég lamainn ekki
lengur. Hann var horfinn.
Stuttu seinna kom matreiðslu-
maðurinn með teið. Hann varð hissa
þegar hann sá mig eina. En þar sem
ég kærði mig ekki um að gera hann
skelkaðan sagði ég: „Lamainn kom
bara með skilaboð til mín og vildi
ekkert tefja.”
Ég sagði lamainum frá sýninni
síðar. Hann hló að mér en svaraði
ekki spurningum minum. En við
annað tækifæri endurtók hann fyrir-
brigðið og hvarf allt í einu er ég var að
tala við hann úti á víðavangi þar sem
tjöld, hús eða önnur skýli voru engin
þar sem unnt hefði verið að fela sig
fyrir mér.
Fámennur hópur lama leggur með
mikilli leynd stund á að fullkomna
sig í þessari sérstöku tegund dul-
vísinda, að skapa tulpa. Þessi iðja get-
ur haft miklar hættur í för með sér ef
hinn dulfróði er ekki andlega þrosk-
aður og þekkir ekki til hlítar þau and-
legu öfl sem hér eru að verki.
Þegar tulpa er orðinn svo
magnaður lífi að hann er orðinn fær