Úrval - 01.08.1982, Síða 109

Úrval - 01.08.1982, Síða 109
MÁTTUR HUGARORKUNNAR 107 vitundar höfunda þeirra. í raun og veru er varla hægt að telja þá Wangdu og málarann höfunda þeirra, eins og dulfróður lama benti mér á. Þeir voru aðeins ein orsök þeirra, sennilega sú veigamesta — af mörgum mismunandi orsökum sem komu því til leiðar að þau gerðust. Þriðja kynlega fyrirbrigðið sem ég ætla að skýra frá gerðist með fullri vit- und þess manns sem var valdur að því. Svipurinn birtist í líki lamans sem bjó hann til. Þrátt fyrir það er ekki víst að lamainn hafi sent sinn eigin svip, eða ekki líta dulfræðingar í Tíbet þannig á. Þeir telja að svipir þessir séu tuþlar, töfraverur, tilorðnar fyrir máttuga hugareinbeitningu. Hvaða form sem eru geta orðið til á þennan hátt, eins og hvað eftir annað hefur verið tekið fram áður. Þegar atburðurinn gerðist lá ég í tjaldi nálægt Punang-ritöd t Kham. Eitt sinn var ég stödd í kofa sem ég notaði fyrir eldhús og var matreiðslu- maður minn þar einnig. Þetta var síðari hluta dags. Pilturinn bað um einhver matvæli og ég sagði: ,,Komdu með mér út í tjald, þar get- urðu tekið það sem þú vilt úr ferða- koffortinu.” Á leiðinni til tjaldsins sáum við bæði lama sitja hjá tjaldborði mínu. Ég varð ekkert hissa á þessu því lama þessi kom oft í heimsókn til mín og matreiðslumaðurinn sagði: ,,Ég verð að fara strax og búa ti! te handa lamainum. Matvælin get ég sótt seinna.” Ég svaraði: ,,Gott og vel! Búðu til te og komdu með það til okkar. ’ ’ Maðurinn sneri við en ég hélt áfram beina leið til lamains og leit ekki af honum á leiðinni. Hann sat hreyfingarlaus hjá tjald- inu en þegar ég var rétt komin að honum var eins og þokuhjúpur leyst- ist upp, eða tjald væri dregið hægt til hliðar. Um leið sá ég lamainn ekki lengur. Hann var horfinn. Stuttu seinna kom matreiðslu- maðurinn með teið. Hann varð hissa þegar hann sá mig eina. En þar sem ég kærði mig ekki um að gera hann skelkaðan sagði ég: „Lamainn kom bara með skilaboð til mín og vildi ekkert tefja.” Ég sagði lamainum frá sýninni síðar. Hann hló að mér en svaraði ekki spurningum minum. En við annað tækifæri endurtók hann fyrir- brigðið og hvarf allt í einu er ég var að tala við hann úti á víðavangi þar sem tjöld, hús eða önnur skýli voru engin þar sem unnt hefði verið að fela sig fyrir mér. Fámennur hópur lama leggur með mikilli leynd stund á að fullkomna sig í þessari sérstöku tegund dul- vísinda, að skapa tulpa. Þessi iðja get- ur haft miklar hættur í för með sér ef hinn dulfróði er ekki andlega þrosk- aður og þekkir ekki til hlítar þau and- legu öfl sem hér eru að verki. Þegar tulpa er orðinn svo magnaður lífi að hann er orðinn fær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.