Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 74

Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 74
72 ÚRVAL breskum skipstjóra slógu ögn á óslökkvandi þorsta hans til að kanna ókunn lönd. í einni ferðinni fékk hann sitt fyrsta tækifæri til kapp- hlaups. Það var gegn afrískum hlaupurum í Höfðaborg. Tvítugur að aldri, þreyttur á sjó- mennskunni, afskráði hann sig í London til þess að reyna fyrir sér á nýrri braut. í þá daga, þegar sam- göngur voru hægar og ótryggar, réðu velefnaðar fjölskyldur til sín ,,hlaup- ara” og höfðu fyrir sendiboða. Hlaup voru einnig vinsæl íþrótt. Var veðjað hátt á hlaupagarpana. Mensen hafði alltaf verið afbragðs hlaupari. Hann hlyti að geta séð sér farborða á sendilslaunum, veðmálum og verð- launum. Og það gerði hann. Hann hljóp alla af sér. Jafnvel póstvagnana. Frægðin var tryggð þegar hann hljóp 115 km leið frá London til Ports- mouth á níu klukkustundum. Meðal- hraðinn, 13 km á klukkustund, þótti lygilegur. Næstu 20 árin gekk hann fram af öllum sem til hans sáu. I matrósaföt- um sínum hljóp hann fyrir áhorf- endahópa í að minnsta kosti 70 Evrópu- og Asíuborgum, þar á meðal Kaupmannahöfn, Rotterdam, París, Miinchen, Madrid, St. Pétursborg, Feneyjum, Vín og Búdapest. En það voru sér í lagi þrjú heljarhlaup sem komu honum til þess að skera sig úr sem afburðahlaupari og ævintýra- maður. I þeim öllum sameinaðist fjarlægðarhlaup, víðavangshlaup, hindrunarhlaup, leiðarreikningur og ratvisi, maraþonhlaup og allar hlaupagreinar sem menn þekkja. Þessi hlaup eiga sér enga hliðstæðu í íþróttasögunni. Hundruð þúsunda franka voru lagar undir þegar Mensen lagði af stað frá Sigurboganum í París klukk- an 4.10 að morgni 11. júni 1832. Takmarkið var: fótgangandi til Moskvu á 15 dögum. — Á kortinu merkti hann sér leið sem var meira en 2600 km. Hann kom að aðalhliði Kremlar eftir 14 daga, 5 klukku- stundir og 50 mínútur. Á næsta ári hét hann konungshjón- um Bæjaralands að flytja syni þeirra,, Öttó konungi, orðsendingu þar sem hann sat í höfuðborg Grikklands á konungssetrinu sem þá var Navplion. Það ætlaði hann að gera innan mánaðar. Áætluð vegalengd: 2.011 kílómetrar. Hann lagði upp frá Nympenburg- arkastala, rétt utan við Múnchen klukkan 1.05 á hádegi þann 6. júni 1833. Leið Mensens i i yfír snarbrött fjöll, veglausa skóga og fjölda fljóta. Ræningjar klófestu hann, landslagið neyddi hann til að taka á sig króka og tvívegis var hann handtekinn og taf- inn um nokkra daga. En þann 1. júlí klukkan 9.48 að morgni gaf Mensen sig fram við hallarvörðinn í Navplion. Ferðin hafði tekið hann 24 daga, 20 klukkustundir og 43 mínútur. Þremur árum síðar lofaði Ernst, fyrir 150 sterlingspunda þóknun, að bera mikilvæg bréf enskra kaup- manna frá Konstantínópel til viðtak-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.