Úrval - 01.08.1982, Qupperneq 74
72
ÚRVAL
breskum skipstjóra slógu ögn á
óslökkvandi þorsta hans til að kanna
ókunn lönd. í einni ferðinni fékk
hann sitt fyrsta tækifæri til kapp-
hlaups. Það var gegn afrískum
hlaupurum í Höfðaborg.
Tvítugur að aldri, þreyttur á sjó-
mennskunni, afskráði hann sig í
London til þess að reyna fyrir sér á
nýrri braut. í þá daga, þegar sam-
göngur voru hægar og ótryggar, réðu
velefnaðar fjölskyldur til sín ,,hlaup-
ara” og höfðu fyrir sendiboða. Hlaup
voru einnig vinsæl íþrótt. Var veðjað
hátt á hlaupagarpana. Mensen hafði
alltaf verið afbragðs hlaupari. Hann
hlyti að geta séð sér farborða á
sendilslaunum, veðmálum og verð-
launum. Og það gerði hann. Hann
hljóp alla af sér. Jafnvel póstvagnana.
Frægðin var tryggð þegar hann hljóp
115 km leið frá London til Ports-
mouth á níu klukkustundum. Meðal-
hraðinn, 13 km á klukkustund, þótti
lygilegur.
Næstu 20 árin gekk hann fram af
öllum sem til hans sáu. I matrósaföt-
um sínum hljóp hann fyrir áhorf-
endahópa í að minnsta kosti 70
Evrópu- og Asíuborgum, þar á meðal
Kaupmannahöfn, Rotterdam, París,
Miinchen, Madrid, St. Pétursborg,
Feneyjum, Vín og Búdapest. En það
voru sér í lagi þrjú heljarhlaup sem
komu honum til þess að skera sig úr
sem afburðahlaupari og ævintýra-
maður. I þeim öllum sameinaðist
fjarlægðarhlaup, víðavangshlaup,
hindrunarhlaup, leiðarreikningur og
ratvisi, maraþonhlaup og allar
hlaupagreinar sem menn þekkja.
Þessi hlaup eiga sér enga hliðstæðu í
íþróttasögunni.
Hundruð þúsunda franka voru
lagar undir þegar Mensen lagði af
stað frá Sigurboganum í París klukk-
an 4.10 að morgni 11. júni 1832.
Takmarkið var: fótgangandi til
Moskvu á 15 dögum. — Á kortinu
merkti hann sér leið sem var meira en
2600 km. Hann kom að aðalhliði
Kremlar eftir 14 daga, 5 klukku-
stundir og 50 mínútur.
Á næsta ári hét hann konungshjón-
um Bæjaralands að flytja syni þeirra,,
Öttó konungi, orðsendingu þar sem
hann sat í höfuðborg Grikklands á
konungssetrinu sem þá var
Navplion. Það ætlaði hann að gera
innan mánaðar. Áætluð vegalengd:
2.011 kílómetrar.
Hann lagði upp frá Nympenburg-
arkastala, rétt utan við Múnchen
klukkan 1.05 á hádegi þann 6. júni
1833. Leið Mensens i i yfír snarbrött
fjöll, veglausa skóga og fjölda fljóta.
Ræningjar klófestu hann, landslagið
neyddi hann til að taka á sig króka og
tvívegis var hann handtekinn og taf-
inn um nokkra daga. En þann 1. júlí
klukkan 9.48 að morgni gaf Mensen
sig fram við hallarvörðinn í Navplion.
Ferðin hafði tekið hann 24 daga, 20
klukkustundir og 43 mínútur.
Þremur árum síðar lofaði Ernst,
fyrir 150 sterlingspunda þóknun, að
bera mikilvæg bréf enskra kaup-
manna frá Konstantínópel til viðtak-