Úrval - 01.08.1982, Side 100

Úrval - 01.08.1982, Side 100
98 ÚRVAL þér óskið. Ég þarf ekki að fara til meistara míns til að segja honum að þér ætlið að heimsækja hann. Hann veit þetta allt saman. ,,Ngais lung gi teng la len tang tsar". (Eg hef sent honum boð á vængjum vinda.) Ngagspar hafa það til að gorta af svo mörgum og flóknum furðuverk- um sínum að ég tók ekki meira mark á þessum orðum hans en sumra ann- arra samherja hans í svartagaldri sem ég hef kynnst. En þar skjátlaðist mér. Þegar við vorum komin yíir skarðið lá leiðin niður á beitilönd. Ég var ákveðin í að fylgja ngagspanum eítir þegar flokkur riddara kom þeysandi fyrir hæð eina og til okkar. Þeir stigu af baki, heilsuðu, réttu okkur „kha- tags” (gjafaklúta, gefna í kurteisis- skyni) og smjör að gjöf. Eftir að þessar kurteisiskveðjur höfðu farið fram gekk fram roskinn maður og tjáði mér að hinn mikli Bönpö ngagspa hefði sent þá og bæði hann mig að hætta við það áform að heimsækja hann þar sem enginn annar en innvígður læri- sveinn mætti nálgast staðinn þar sem hann hefði rist sinn leynda töfrahring (kjilkhor). Jafnvel þótt ég hefði reynt að þver- skallast við að trúa á mátt lærisveins- ins duldist mér ekki að það var vopnaður flokkur fjallamanna sem umkringdi okkur og þeir gátu orðið harðir í horn að taka. Jafnvel þó að þeir kæmu kurteislega fram og reyndu að sýnast eins vingjarnlegir og þeir gátu gat sú afstaða þeirra skyndi- lega breyst ef ég hygðist með þráa mínum setja í hættu farsælan árangur af seið þeim sem svo mjög varðaði heilan kynflokk. Ég gaf því flokknum vinargjafir á móti og nokkra silfur- peninga sem ég bað þá að færa meistaranum að gjöf frá mér. Svo óskaði ég sendimönnunum til hamingju með að hafa tryggt sér þjónustu afburðatöframanns og að lokum kvöddumst við með kærleik- um. Sálræn undur í Tíbet og afstaða íbúanna til þeirra í Tíbet hafa átt heima helgir menn og dulspekingar um langan aldur og hefur þetta átt sinn þátt í að sveipa landið töfraljóma. Indverjar litu með lotningu til Himalajafjallanna í norðri, löngu áður en Búddha kemur til sögunnar og gera það enn. Að baki himingnæfandi tindum þeirra liggur þetta dularfulla hálendi þar sem svo margar furðusagnir og ævintýri hafa gerst. Enn í dag hittir maður oft ind- verska pílagríma á fjallastígum Himalajafjalla, klifrandi upp í skörð- in sem liggja yfir landamærin inn í Tíbet. Þeir dragast áfram upp bratt- ann eins og í draumi, heillaðir að því er virðist af einhverjum undrasýn- um. Þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir séu að leggja á sig þessa j löngu og erfiðu ferð, svara þeir venju- lega ekki öðru en því að þeir þrái að deyja á tíbetskri grund. Alloft hjálp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.