Úrval - 01.08.1982, Side 15
KUWAITER MÍDAS ARABARÍKJANNA
13
starfs, það minnkar um nálega 7 pró-
sent á ári hverju.
Baráttan fyrir betra heilsufari hef-
ur verið álíka beinskeytt. Innan heilsu-
gæsiunnar starfa meira en 1600
læknar á átta sjúkrahúsum með 3.850
legupláss, en auk þess er að finna
mikinn fjölda heilsugæslustöðva. Al-
Sabah sjúkrahúsið er hið stærsta í
Kuwait. Það rúmar 1.400 sjúklinga
og þar er hægt að gera allar meiri-
háttar læknisaðgerðir, allt frá nýrna-
ígræðslum til heila- og hjartaskurð-
lækninga. En ef Al-Sabah sjúkra-
húsið, eða eitthvert annað sjúkrahús í
Kuwait, ræður ekki við eitthvert það
vandamál sem upp kann að koma er
einfaldlega flogið með sjúklinginn —
honum að kostnaðarlausu auðvitað
—til London en þar er sjúkrahús við
Harley Street, sem rúmar 55 sjúklinga
og er að öilu leyti í eigu Kuwait.
Þangað má kalla marga af færustu
sérfræðingum Breta í læknisfræðileg-
um efnum efþörf krefur.
Eftir að búið var að vinna bug á
fæðuskorti, berklum, lömunarveiki,
kóleru og holdsveiki og koma á
stöðugu eftirliti með þessum
sjúkdómum hefur fólksfjölgun í
Kuwait verið með eindæmum. Hún
nemur nú um 6,1 prósenti á ári.
Kuwait-búar hafa einnig eytt
óhemju fé í eyðimörkina í landinu.
Skammt frá höfuðborginni eru 16
markaðsbúgarðar með 12.000
skjöldóttum frísneskum kúm, um
350.000 sjálfala geitum og kindum
og nægilegum fjölda hænsnfugla til
að framleiða 67 milljónir eggja og
5.300 tonn af kjúklingakjöti árlega.
Kýrnar gefa af sér um 30.000 lítra af
mjólk á dag, en það er um fimmti
hluti neyslunnarí landinu.
í 30 kílómetra fjarlægð frá
höfuðborginni er eyðimörkin
Sulaibiya, en þar hefur verið komið á
vatnsveituhringrás og eru nú ræktaðar
alfaalfa-plöntur sem spretta svo hratt
að uppskera fæst tíu sinnum á ári. í
Sulaibiyu er líka ræktað bygg, kál,
tómatar, kartöflur, spínat og vatns-
melónur. Og innan tíu ára má búast
við því að Kuwait rækti nóg
grænmeti til eigin þarfa. Peningarnir
skila arði á ótrúlegum hraða þegar
eyðimörkin er annars vegar.
Lífið í Kuwait er auðvitað ekki