Úrval - 01.08.1982, Side 60

Úrval - 01.08.1982, Side 60
58 ÚRVAL Hundaeigendur hafa komist að raun um að afkomendur Old Hemps láta sér mjög annt um störf sín. Neli, tík í eigu Tim nokkurs Longton, var lokuð inni hjá hvolpunum sínum þegar aðrir hundar á hundabúinu voru sendir út að vinna. Hún tróð sér út um hálfopinn glugga, þaut upp í hæðir og slóst í hóp félaganna og tókst að finna tvö týnd lömb áður en hún sneri aftur til hvolpanna. Svo var það collie-tík sem var kominn nær goti en eigandum var ljóst. Hún hafði verið skilin eftir með fjárhóp sem hún átti að reka yfir skosku hæðirnar. Hvolparnir komu einn af öðrum en hún rak féð dyggi- lega áfram, sneri svo við, sótti hvern hvolpinn af öðrum og bar heim. Heimskar skepnur Til eru um 60 hreinræktaðar fjár- tegundir í Bretlandi og yfir 200 í heiminum öllum. Hundurinn verður að læra hvernig hver og ein tegund hegðar sér. Kindur eru sterkari en margur heldur — Robert Lambie þrí- ■ nefbrotnaði í viðureign við kind — og þungar og mæðulegar ær á suð- rænum beitilöndum þurfa meira til, þegar þær eru reknar áfram, heldur en léttar og liprar systur þeirra í norðurhæðunum. Skaplyndið kemur einna best í ljós um sauðburðinn. Ær með lömb bjóða fjárhundinum birginn og ráðast jafnvel gegn honum. Skoskur fjármaður hefur lýst því yfir að hann hafi aldrei séð neitt stórkostlegra en þegar collie-hundi tókst að lokka á frá dauðu lambi og reka hana aftur heim á bæinn, yfir hæðir þar sem allt var krökkt af lambám. Það var algjörlega á móti eðli ærinnar að yfirgefa af- kvæmi sitt og fjárhópinn. Góður hundur þarf framar öllu að vera rólegur. Ef kindur eru reknar óvægilega horast þær. Border collie er þeim sérstöku hæfileikum búinn að hann þorir að leggja í mótþróafulla kind, en er aftur á móti varfærinn við lítil lömb. Margir collie-hundar hafa bjargað lömbum úr giljum og ám: sumir leyfa meira að segja lömbum, sem misst hafa mæður sínar, að hjúfra sig upp að hlýjum feldinum. En framar öllu öðru er Border collie-hundurinn tryggur húsbónda sínum allt fram í andlátið. í fimmtán vikur var 86 ára gamall maður, Joseph Tagg, frá Bamford í Derbyshire týnd- ur og með honum tíu ára gömul ttk, Tip. Gamli maðurinn fannst látinn þegar ísa tók að leysa. Tip var með lífsmarki. Hún hafði haldið i sér líf- inu með því að narta í dauðar kindur. Hún var trygglynd eins og öll hennar ætt og hafði því haldið vörð um eig- andann þessa hræðilegu mánuði. Fjármenn kunna líka sögu af öðrum litlum hundi sem neitaði að yfirgefa gröf hirðisins. Gröfin var á afskekktum stað. Loks slæddust nokkrar kindur inn í kirkjugarðinn. Þá var eins og Border collie-hundin- um hefði verið gefin skipun. Hann reis á fætur og yfirgaf gröfina til þess að reka féð heim aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.