Úrval - 01.08.1982, Síða 60
58
ÚRVAL
Hundaeigendur hafa komist að
raun um að afkomendur Old Hemps
láta sér mjög annt um störf sín. Neli,
tík í eigu Tim nokkurs Longton, var
lokuð inni hjá hvolpunum sínum
þegar aðrir hundar á hundabúinu
voru sendir út að vinna. Hún tróð sér
út um hálfopinn glugga, þaut upp í
hæðir og slóst í hóp félaganna og
tókst að finna tvö týnd lömb áður en
hún sneri aftur til hvolpanna.
Svo var það collie-tík sem var
kominn nær goti en eigandum var
ljóst. Hún hafði verið skilin eftir með
fjárhóp sem hún átti að reka yfir
skosku hæðirnar. Hvolparnir komu
einn af öðrum en hún rak féð dyggi-
lega áfram, sneri svo við, sótti hvern
hvolpinn af öðrum og bar heim.
Heimskar skepnur
Til eru um 60 hreinræktaðar fjár-
tegundir í Bretlandi og yfir 200 í
heiminum öllum. Hundurinn verður
að læra hvernig hver og ein tegund
hegðar sér. Kindur eru sterkari en
margur heldur — Robert Lambie þrí- ■
nefbrotnaði í viðureign við kind —
og þungar og mæðulegar ær á suð-
rænum beitilöndum þurfa meira til,
þegar þær eru reknar áfram, heldur
en léttar og liprar systur þeirra
í norðurhæðunum.
Skaplyndið kemur einna best í
ljós um sauðburðinn. Ær með lömb
bjóða fjárhundinum birginn og
ráðast jafnvel gegn honum. Skoskur
fjármaður hefur lýst því yfir að hann
hafi aldrei séð neitt stórkostlegra en
þegar collie-hundi tókst að lokka á frá
dauðu lambi og reka hana aftur heim
á bæinn, yfir hæðir þar sem allt var
krökkt af lambám. Það var algjörlega
á móti eðli ærinnar að yfirgefa af-
kvæmi sitt og fjárhópinn.
Góður hundur þarf framar öllu að
vera rólegur. Ef kindur eru reknar
óvægilega horast þær. Border collie er
þeim sérstöku hæfileikum búinn að
hann þorir að leggja í mótþróafulla
kind, en er aftur á móti varfærinn við
lítil lömb. Margir collie-hundar hafa
bjargað lömbum úr giljum og ám:
sumir leyfa meira að segja lömbum,
sem misst hafa mæður sínar, að
hjúfra sig upp að hlýjum feldinum.
En framar öllu öðru er Border
collie-hundurinn tryggur húsbónda
sínum allt fram í andlátið. í fimmtán
vikur var 86 ára gamall maður, Joseph
Tagg, frá Bamford í Derbyshire týnd-
ur og með honum tíu ára gömul ttk,
Tip. Gamli maðurinn fannst látinn
þegar ísa tók að leysa. Tip var með
lífsmarki. Hún hafði haldið i sér líf-
inu með því að narta í dauðar kindur.
Hún var trygglynd eins og öll hennar
ætt og hafði því haldið vörð um eig-
andann þessa hræðilegu mánuði.
Fjármenn kunna líka sögu af
öðrum litlum hundi sem neitaði að
yfirgefa gröf hirðisins. Gröfin var á
afskekktum stað. Loks slæddust
nokkrar kindur inn í kirkjugarðinn.
Þá var eins og Border collie-hundin-
um hefði verið gefin skipun. Hann
reis á fætur og yfirgaf gröfina til þess
að reka féð heim aftur.